Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 129
KONUR Á HÓLASTAÐ
Upp komust auk Halldóru, Kristín, fædd 1575, og Páll, sem
mun hafa verið nokkru yngri.
Hólastaður
Ef okkur langar til að fræðast um líf fjölskyldunnar, þá er fátt
heimilda. Bréfabók Guðbrands gefur okkur ekki mikla innsýn
í daglegt líf heimamanna. Þar er mest að finna allskonar fjár-
málagjörninga, bæði persónulega og ennfremur viðvíkjandi
embætti hans. Forvitnilegt er að kynnast hinni ytri gerð heimil-
isins, það er húsakosti staðarins. Það er reyndar ekki auðvelt,
því hvergi hefur höfundi tekizt að finna lýsingu á Hólastað á
þessum tíma, en með því að lesa annála og fleiri rit og einnig
með því að styðjast við úttektargerð Hóla, er Þorlákur Skúla-
son tekur við staðnum að Guðbrandi látnum, þá má gera sér
nokkra grein fyrir þeim húsakosti, sem var á Hólum á þessum
tíma.
Sjálf dómkirkjan var þá komin mjög til ára sinna, en hún var
reist 1395 og kölluð Péturskirkja, kennd við Pétur biskup
Nikulásson, sem stóð fyrir byggingu hennar. Hún var ein hinna
veglegu miðaldakirkna og miklu stærri en þær, sem síðar voru
reistar á Hólum. Sagt er, að á henni hafi verið 38 gluggar glerj-
aðir.13
A Hólum stóð þá forn timburstofa, kölluð Auðunarstofa.
Stofuna reisti Auðunn biskup rauði um 1315. Þetta var ramm-
gert hús, byggt úr norskum bjálkum, sem voru höggnir saman
á öllum hornum. Um byggingarframkvæmdir Auðunar rauða
segir Espólín: „. . . hann lét og smíða biskupsherbergin, svo að
eigi voru slík hér á landi.“14 Sumarið 1759 var farið að messa í
þessari fornu timburstofu, því kirkja staðarins var þá rifin. Alt-
ari og prédikunarstóll voru flutt í stofuna, og var embættað þar
meðan kirkja sú, sem nú stendur, var í byggingu. Auðunarstofa
var þá sögð elzta hús á Islandi og viður í henni ótrúlega
harður.15 Um endalok stofunnar segir Espólín árið 1810: „Þá
127