Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 131
KONUR Á HÓLASTAÐ
kjallara. Stóð þar ekkert hús fyrri og var það kallaður
laukagarður áður, þar sem nú stendur salurinn og aldrei
heyrði eg í mínum uppvexti nokkurn mann það tala, að
þar hefði hús fyrr staðið en biskup Jón lét það smíða. Og
að svo stöfuðum eiði sé mér guð hollur, sem eg satt segi,
gramur ef eg lýg.17
Eiðstafurinn er dagsettur á Hólum 15. nóvember 1594. Viðlest-
ur hans vakna ýmsar spurningar. Menn hafa ekki verið á eitt
sáttir um aldur hússins, en hversvegna var Bryngerður látin
sverja eið til að staðfesta aldur þess? Hverjir áttu hagsmuna að
gæta? Og síðast en ekki sízt, hvað var ræktað í laukagarði þeim,
sem Bryngerður nefnir? Við þessum spurningum fást engin
svör.
I heimildum kemur fram, að Guðbrandur „lét mjög bata
Hólastað og byggja nýja húsið, stúdíudyr og loft yfir.“18 I
Seyluannál segir, að hús þetta (nýja húsið) hafi verið reist árið
1587 og „var talað, þá það var fullgert, að þvílíkt hús mundi eigi
vera á Islandi.“19 Þetta hefur vafalaust verið vandað og reisulegt
hús og auk þess búið ýmsum nýjungum, sem menn höfðu ekki
áður kynnzt, en til er heimild um „kakalofn" í hýbýlum bisk-
ups á þessum tíma.20
Af framansögðu sést, að húsakostur er mikill á Hólum á tím-
um Guðbrands. Þessi hús munu einnig hafa staðið í tíð þeirra
tveggja biskupa er á eftir honum komu, Þorláks og Gísla. I
úttektargjörð frá 1628, er Þorlákur tekur við, er talað um
„Skóla“, „Biskupsbaðstofu" og „Timburstofu“.21 Salurinn er
ekki nefndur, en þar er talinnfjöldi annarrahúsa svo ogkjallara,
en erfitt að átta sig á, hvort um heil hús eða húshluta er að ræða.
Stúdíudyr þær sem Guðbrandur byggði með lofti yfir gætu ver-
ið skólinn, sem talinn er í þessari úttekt. Arið 1658, hinn 22.
ágúst, er brúðkaup Gísla biskups Þorlákssonar og Gróu Þor-
leifsdóttur frá Hlíðarenda haldið heima á Hólum. Þá er sagt frá
því, að þar hafi 230 manns setið samtímis undir borðum í
9 Skagfirðingabók
129