Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 132
SKAGFIRÐINGABÓK
„stofu, nýja húsi, biskupsbaðstofu og borðhúsi . . ,“22 Þó að
það skuli ekki fullyrt, þá virðist ekkert hafa verið byggt á staðn-
um í tíð Þorláks og Gísla.
Mun erfiðara er að finna heimildir um húsbúnað en húsakost.
Það er vandalaust að afla sér vitneskju um þrætur höfðingja út
af jörðum eða jarðarpörtum, en erfiðara að fá nokkra innsýn í
daglegt líf landsmanna. Auðvitað má segja, að þótt við værum
fróð um húsbúnað Hólastaðar, þá segði það okkur ekkert um
húsbúnað almennings, en við höldum okkur við Hóla. Þar eru
helztu heimildir til rannsókna úttektargerðir, bréfabækur
biskupa og arfagerningar. Við lestur þeirra kemur í ljós að hús-
búnaður er gagnólíkur því sem nú tíðkast. Vitað er, að borð og
stólar voru til, en höfðu ekki fengið þá þýðingu sem á heimilum
okkar nú. I Evrópu var orðin mikil breyting á öllum húsbúnaði
á síðari hluta sextándu aldar. Þessar nýjungar virðast ekki hafa
borizt til Islands, og húsbúnaður heldri manna hér líkari því
sem hann var hjá sömu stéttum Evrópu á fjórtándu öld. Innan
dyra voru hýbýli heldra fólks skreytt með veggteppum
(tjöldum), en húsgögn fábrotin. Rúmin, sem bæði voru sæti og
til svefns, voru þýðingarmestu húsgögnin. Stólar voru fáir,
jafnvel konungar tóku á móti gestum sitjandi á rúmum sínum,
sem oftlega voru prýdd ábreiðum og tjöldum. Að öðru leyti sat
fólk á bekkjum.23
Við lestur arfagernings Kristínar Guðbrandsdóttur frá 1632
og arfaskipta eftir Þorlák Skúlason biskup frá 1656, koma fram
ýmsir búsmunir auk bóka og silfurs. Þar eru tíundaðar kistur,
stórar og smáar. Ekki er talað um borð eða stóla, en í skiptagerð
eftir Þorlák koma fram skápar. I báðum þessum heimildum eru
sængur og sængurbúnaður áberandi. Hjá Kristínu er talað um
„pellsaums sænguráklæði". Einnig eru stofutjöld og sængur-
tjöld skráð. I arfaskiptum eftir Þorlák eru ýmsir búshlutir
tíundaðir, svo sem katlar, pottar, skerbretti (trédiskar), tindisk-
ar og föt, auk ýmissa gripa úr silfri, svo sem staup og könnur.24
Talið er að fram á fimmtándu öld hafi veggtjöld verið algeng
130