Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK
lendinga „heim að Hólum“. Fyrr á öldum, þegar kirkjan var
auðug að jörðum, voru stjórnsýslustörf biskupa mikil fyrir
utan hin kirkjulegu afskipti. A slíka staði safnaðist fólk til vinnu
og til að reka erindi sín. Biskupsfjölskyldan bjó því í fjölmenni
á þeirrar tíðar mælikvarða.
I bréfabók Guðbrands er skrá yfir fólkshald á Hólum árið
1572. Húner um kaupgjald fólks þar á staðnum þetta ár. AHól-
um var þá staðarráðsmaður, skólameistari, locat (kennari),
bryti, kirkjuprestur, fatabúrsmaður, kapellán, járnsmiður og
trésmiður, kórprestur, ráðskona, 6 vinnumenn og fjöldi vinnu-
kvenna.251 þessari heimild er fjöldi vinnukvenna ekki tiltekinn,
en önnur heimild er til sem upplýsir, að þær hafi ekki verið færri
en 20 og auk þess undirbryti og undirráðskona, fjármaður og
hestamaður. Einnig eru á þessari skrá ráðsmenn á fimm útibú-
um, sem voru rekin á vegum biskupsstólsins.26 Hér er talið það
fólk, sem var á launaskrá á staðnum, en þá er ógetið skólasvein-
anna. Biskupi var skylt að fæða mest 24 sveina, en oftast munu
þeir hafa verið færri.27
Sumir hinna föstu starfsmanna áttu fjölskyldur, sem einnig
bjuggu þar á staðnum. Marga skjólstæðinga átti biskup, sem
dvöldust þar lengri eða skemmri tíma, að ógleymdum gestum
og gangandi. Straumur þurfamanna var einnig mikill á biskups-
setrin, og yfir bjargræðistímann var þar einnig kaupafólk.
Mörgu af þessu fólki þurfti að sjá fyrir fæði og jafnvel klæðum,
en laun voru meðfram greidd í fríðu. Einnig má hafa í huga að
stærstur hluti fæðis og klæða var framleiddur á staðnum, eins og
tíðkaðist öld fram af öld á íslenzkum bæjum. Stjórn staðarins
innanhúss og utan var því ekkert smámál. Þó við gerum ekki ráð
fyrir því að biskupsfrúin, og dóttir hennar síðar, hafi þurft að
standa í steikarhúsi og búri við matargerð, þá hefur öll stjórn
innanhúss hvílt á herðum þeirra.
Af framansögðu ætti að mega sjá, að engin kyrrstaða var á
Hólum í biskupstíð Guðbrands; þvert á móti, og eftir að prent-
verkið kom til sögunnar urðu störfin fleiri. Fyrir tápmikil börn
132
J