Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
Systurnar Halldóra og Steinunn
Þegar Halldóra lézt voru Hólasystkin fimm talsins. Elzt af
hjónabandsbörnunum var Halldóra, þá 11 ára, Kristín 9 ára og
Páll eitthvað yngri. Yngst var Björg, en hún lifði fá ár eftir
þetta.30 Auk þeirra var dóttir Guðbrands, Steinunn, þá 13 ára.
Fátítt er að sjá í gömlum ritum lýsingar á tilfinningalífi fólks,
svo hvergi kemur fram, hvaða áhrif móðurmissirinn hafði á
börnin. Af lífi þeirra síðar má hinsvegar reyna að ráða í þær
rúnir, og er það þá sérstaklega Halldóra, sem er höfð í huga.
Þetta áfall fjölskyldunnar hefur meðfram orðið til þess, að hún
vildi aldrei skiljast við föður sinn og giftist ekki. Þessi sára
reynsla verður til að hraða þroska telpunnar til þeirrar ábyrgð-
ar, sem fylgir heimi hinna fullorðnu. Hún var elzt hjónabands-
barnanna og virðist snemma hafa fundið til ábyrgðar gagnvart
fjölskyldunni, það sést af lífi hennar síðar. Hún annaðist föður
sinn alla tíð og varði hann sjúkan og aldraðan, sem bezt hún
mátti. Börn átti hún engin, en tvö systurbörn sín ól hún upp að
miklu leyti. Þó að við höfum ekki beinar heimildir um, hvenær
hún tók við húsmóðurhlutverki á Hólum, þá bendir allt til, að
hún verði ung að árum einskonar móðir staðarins og þá ekki
síður fjölskyldunnar.
Halldóra var orðlögð fyrir skörungsskap og stjórnsemi. Hún
var föst fyrir og sigldi sinn sjó gagnvart ráðríkum höfðingjum,
en jafnframt er hennar getið fyrir örlæti við þá sem minna máttu
sín. Sú erfiða reynsla, sem hún varð fyrir í æsku við móðurmiss-
inn og síðar lát ungrar systur, virðist hvorki hafa myrkvað né
kælt skap hennar, heldur þroskað hana og gert að sjálfstæðum
einstaklingi. Hún var sterkur persónuleiki og eins og títt er um
stórbrotið fólk, hlýtur oft að hafa gustað um hana. Einhverjir
hljóta því að hafa túlkað hina orðlögðu stjórnsemi hennar sem
ráðríki og menn hafa unað þessum pilsaþyt misjafnlega.
I þjóðfélagi þessa tíma var ekki gert ráð fyrir að konur hefðu
nein veraldarumsvif. Þær voru oft og tíðum stóreignamenn, en
134