Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 139
KONUR Á HÓLASTAÐ
gagnvart Steinunni. Um hana er annars ekki mikið vitað, en hún
virðist hafa verið farsæl manneskja og gat sér gott orð í sinni
heimabyggð. Steinunn giftist Skúla Einarssyni og bjuggu þau á
Eiríksstöðum í Svartárdal. Sonur þeirra var Þorlákur Skúlason
biskup og sonarsynir Gísli Hólabiskup og Þórður Skálholts-
biskup.
Vafalaust hefur uppeldi systkinanna verið strangt og þau alin
upp við iðni og ástundan og umtalsverða siðavendni, en slíkt
var ekki óalgengt; þannig var tíðarandi sextándu aldar. Lífs-
skoðun biskups var sú að vinnan væri manninum hinn eiginlegi
gleðigjafi. Hann amaðist við veraldarinnar skemmtan, en taldi,
að tómstundir sínar ættu menn að nota til bænahalds og upp-
byggjandi lesturs trúarlegra bókmennta. I fyrra bréfi Páls post-
ula til Þessaloníkumanna áminnir hann söfnuðinn með þessum
orðum: „Verið ætíð glaðir. Biðjið án afláts."33 Einnig segir í því
sama bréfi: „Leitið sæmdar í því að lifa kyrrlátu lífi og stunda
hver sitt starf og vinna með höndum yðar.“34 Iðja, bæn og nám
var að dómi biskups hið eðlilega lífsmynztur hins upplýsta og
ábyrga manns.
Menntun og uppeldi
A þessum tíma eru aðeins tveir skólar starfandi hér á landi, á
Hólum og í Skálholti, en í þeim var ekki gert ráð fyrir konum
meðal nemenda. Þó aðstæður systkinanna til mennta væru afar
góðar vegna skólans á staðnum, þá er eðlilegt og í takt við
tímann, að Páll einn nýtur skólamenntunar í hefðbundnum
skilningi. Guðbrandur batt miklar vonir við einkasoninn og
vildi láta hann ganga menntaveginn. Sonurinn átti hinsvegar
eftir að valda föður sínum nokkrum vonbrigðum og miklum
útgjöldum. Eftir nám í Hólaskóla sigldi Páll til Hafnar til fram-
haldsnáms við háskólann þar. Nám hans gekk hinsvegar ekki
sem skyldi. Hvorttveggja var, að Páll var ekki bókhneigður,
auk þess sem hann var nokkuð óreglusamur. Hann virðist ekki
137