Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 140
SKAGFIRÐINGABÓK
hafa lokið námi í Höfn, en eftir heimkomuna varð hann þó
rektor á Hólum veturinn 1603-1604.
Biskup mun hafa áformað, að sonurinn gerðist kirkjunnar
maður og e.t.v. séð í honum eftirmann sinn á stólnum. Allar
slíkar vonir brugðust, því að Páll vildi ekki taka prestsvígslu.
Þegar afstaða hans varð ljós, sá faðir hans honum fyrir góðu
kvonfangi og síðar embætti sýslumanns í Húnaþingi, þar sem
hann naut einnig tekna af jörðum Þingeyraklausturs. Páll var
talinn mannkostamaður, góðgjarn og örlátur, en hann skorti
kapp og skapstyrk föður síns. I Húnaþingi lifði hann í sátt við
flesta menn, góður búhöldur og almennt vel virtur. Hann varð
skammlífur, lézt innan við fimmtugt og lét eftir sig fimm sonu.
Nafnkenndustu afkomendur Páls eru Vídalínar.
Þá er komið að menntun systranna. Þar eð konum var ekki
ætluð skólaganga á þessum tíma verður að huga að öðrum
þáttum, annarsvegar að uppeldi, hvað í því fólst, og hinsvegar
að stéttaskiptingu þjóðfélagsins. I orðinu uppeldi fólst öll ögun
og þjálfun í daglegum störfum og góðum siðum, sem einstak-
lingurinn fékk í uppvexti sínum, auk bóklegrar tilsagnar í stöku
tilvikum.
Skoðanir fræðimanna á lestrar- og skriftarkunnáttu almenn-
ings á þessum tíma eru nokkuð skiptar. Eðlilegt virðist þó að
gera ráð fyrir fleiri læsum en skrifandi. Þekking alls þorra
manna var bundin því, hvað þeir námu af annarra atferli með
sjón og heyrn. Á fyrstu árum prentlistar voru bækur aðeins í
eigu hinna efnameiri, auk þess sem allur almenningur hafði ekki
tíma til andlegrar iðju. Lífið snerist um að afla sér og sínum
nauðþurfta. Vélar voru engar og öll framleiðsla miðaðist við
afkastagetu einstaklingsins. Tími til lestrar og hannyrða var
forréttindi heldri kvenna. Um aldarsið eftir 1600 segir Espólín:
„Uppeldi var mjög misjafnt, strangt hjá hinum heldri mönnum
og var það tízka með þeim að kenna konum hannyrðir.“35
Aður hefur verið vikið að heimildafæð okkar um menntun
kvenna. Fyrirbærið er ekki séríslenzkt, og skal hér vitnað til
138