Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 141
KONUR Á HÓLASTAÐ
brezks sagnfræðings, Eileen Power, sem rannsakaði sögu
kvenna á miðöldum. Að vísu þarf að taka fram, að í ströngum
skilningi er miðöldum lokið á þeim tíma, sem hér er fjallað um,
en rannsóknir Power falla vel að íslenzka samfélaginu á 16. og
17. öld. Um þetta viðfangsefni segir hún meðal annars:
„Menntun kvenna á miðöldum er hvorki auðvelt efni til rann-
sókna né túlkunar. Þótt auðvelt sé að draga nokkrar ályktanir af
ýmsum heimildum um uppeldi í góðum siðum, heimilishaldi og
guðrækni, þá er erfitt að gera sér nákvæmar hugmyndir um
bóklega menntun, nema hvað varðar örfáar heldri konur og
einstaka nunnur."36 Skiljanlegt er, að fátt sé heimilda á meðan
fræðslan fer fram innan veggja heimilisins, en er hvorki skipu-
lögð af hálfu ríkis eða kirkju með skólastarfi. Við þær aðstæður
eru hvorki til skrár yfir nemendur né vitneskja um hvers var af
þeim krafizt.
Ekkert er vitað um menntun Steinunnar, en annað á við um
þær systur Halldóru og Kristínu og þá sérstaklega Halldóru.
Astæðulaust er samt að ætla, að uppeldi Steinunnar hafi verið
vanrækt, þó að heimildir skorti um kunnáttu hennar. Nokkurt
orð hefur sennilega farið af þekkingu systranna, því að Páll
Jónsson á Staðarhóli tekur svo til orða í bónorðsbréfi, sem síðar
verður vikið að: „Mér er sagt þær báðar, Halldóra og Kristín
kunni að skrifa og skilja þýzku.“37 Ekki er hægt að fullyrða, að
tungumálakunnátta þeirra systra hafi verið einstök, en hún hef-
ur verið afar fágæt á þessum tíma.
Það kemur víðar fram, að Halldóra hafi verið vel menntuð
kona og sagt er, að biskup hafi lagt mikla rækt við menntun
hennar. A Hólum voru auðvitað allar aðstæður til bóknáms
óvenjulegar, en Halldóra virðist einnig hafa verið námfús. Fyrir
utan þau tækifæri, sem kennarar skólans gátu veitt bókhneigð-
um unglingi, þá naut hún daglegra samvista við föður sinn og
ýmsa þá menn, sem bezt voru menntaðir, meðal annars Arn-
grím lærða.
Guðbrandur var maður upplýsingar eins og margir skoðana-
139