Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 142
SKAGFIRÐINGABÓK
bræðra hans og naut þess að miðla þekkingu sinni, sem var
fjölþætt.
Af hans undirvísan og upphvatningu jókst og efldist lær-
dómurinn norðanlands í mörgum greinum, og helzt
heima á Hólum. Jafnan þá er hann var ósjúkur eða
óhindraður, vakti hann samtal nokkuð yfir borðum, við
lærða menn og vitra er þá voru nær hendi, um andlegt efni
eða veraldlegt, eða nokkuð það er nauðsyn var til, eða
nytsemd að, svo menn máttu fara svo fróðari sem mettari
frá borði hans, ef mannrænu höfðu eða skynsemd eftir að
taka; af þeim hlutum urðu heimamenn hans fróðari og
betur menntaðir en aðrir menn.38
Þó að heimildir greini ekki nánar frá þekkingu Halldóru, er
freistandi að spá í eyðurnar og ætla, að hún hafi haft nokkra
þekkingu á latneskri tungu. Latínukennsla á Hólum var mikil,
og sjálfum lá Guðbrandi það mál létt á tungu. Skammt var liðið
frá siðbreytingu, þegar latínan var kirkjunnar mál. Algengt er
og, að heimildir frá þessum tíma séu með latneskum innskot-
um. Því er eðlilegt að álíta, að Halldóra hafi kunnað talsvert í
því máli.
Fullvíst má telja, að þær systur, Halldóra og Kristín, hafi
numið hannyrðir í æsku, þó svo ekkert hafi varðveitzt eftir þær
svo vitað sé. Heimild er til um Kristínu þessu til stuðnings, en
um Halldóru má hinsvegar segja, að stóran hluta ævi sinnar
hafði hún umfangsmikil bústjórnarstörf með höndum, og hefur
ef til vill ekki átt svo margar tómstundir, að hennar væri getið
sem sérstakrar hannyrðakonu.
Heimildin um Kristínu er fyrrnefndur arfagerningur frá
árinu 1632, en þar arfleiðir hún m.a. Jón son sinn að „pellsaums
sænguráklæði“ og „stofutjöldum“.39 Þetta sannar auðvitað
ekki, að Kristín hafi sjálf unnið þessar hannyrðir, en arfagern-
ingurinn ber með sér, að þessir hlutir voru mikilsmetnir. Til
140