Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 143
KONUR Á HÓLASTAÐ
gamans má geta þess, að dóttir Jóns var Ragnheiður, er síðar
varð biskupsfrú á Hólum. Mynd Ragnheiðar þekkja allir af
íslenzka fimmþúsund króna seðlinum. Þar er í bakgrunni mynd
af altarisklæði frá Laufási í Eyjafirði, sem unnið var af Ragn-
heiði eða eftir hennar tilsögn, en er nú varðveitt í Þjóðminja-
safni. Ragnheiður var þekkt hannyrðakona og vel getur verið,
að hún hafi notað fyrirmyndir að hannyrðum frá Kristínu
ömmu sinni.
Fyrir daga skólanna var alsiða að senda stúlkur til heldri hús-
freyja, þar sem þær fengu tilsögn í heimilishaldi, hannyrðum,
guðrækni og góðum siðum og stundum einnig bóklega
kennslu. Helga frá Holtastöðum, sem getið er hér að framan, er
gott dæmi um þetta. Slíkt var einnig alsiða í Englandi á miðöld-
um og trúlega víðar.
Brúðkaup og heimanmundur
Haustið 1590 í október var brúðkaup Steinunnar Guðbrands-
dóttur og Skúla Einarssonar frá Bólstaðarhlíð haldið á Hólum.
Guðbrandur leysti dóttur sína út með ríflegri heimanfylgju,
samtals um 100 hundraða eða jafnvirði hundrað kúa að fornu
mati. Meðal þess var jörðin Saurbær í Hörgárdal og önnur til,
en þær voru samtals virtar á 50 hundruð, auk 10 hundraða í
silfri.40 Ungu hjónin settust að á Eiríksstöðum í Svartárdal og
bjuggu þar síðan.
Kristín varð næst til að yfirgefa æskuheimilið. Brúðkaup
hennar og Ara Magnússonar sýslumanns í Ogri var haldið á
Hólum í september 1594. Nokkur ástæða er til að segjafráupp-
runa þessa tengdasonar biskups, ekki sízt vegna viðskipta hans
við Halldóru og Hólamenn síðar, þegar biskup var sjúkur
orðinn. Kann uppruni Ara og skyldleiki hans við ýmsa
andstæðinga biskups að skýra nokkuð þá tortryggni, sem virtist
gæta í hans garð síðar af hálfu Hólamanna.
141