Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 144
SKAGFIRÐINGABÓK
Ari var af vestfirzkum höfðingjaættum og varð stórauðugur
maður. Hann var fæddur 1571, sonur Magnúsar sýslumanns
prúða í Ogri og konu hans Ragnheiðar Eggertsdóttur. Magnús
Jónsson prúði var einn hinna þekktu Svalbarðsmanna, m.a.
bróðir Páls, sem kenndur var við Staðarhól, Sigurðar sýslu-
manns á Reynistað og Jóns lögmanns, en við tvo hina síðar-
nefndu deildi Guðbrandur á sínum efri árum. Móðurfaðir Ara,
Eggert Hannesson, var um tíma hirðstjóri konungs hér á landi,
en afi hans hafði með konunglegu bréfi verið tekinn í tölu aðals-
manna. Eggert varð einna mestur auðmaður hérlendis um sína
daga. Hann var fæddur í Altona nálægt Hamborg og dvaldi þar
oft langdvölum, enda átti hann þar miklar eignir. Síðari hluta
ævi sinnar fluttist hann þangað alfarinn, en hafði áður fært
þangað viðskipti sín og mikið fé. Auð sinn á Islandi ánafnaði
Eggert einkadóttur sinni Ragnheiði. Ari bar nafn fornvinar föð-
ur síns Ara lögmanns Jónssonar, biskups Arasonar. Hann er
sagður hafa verið höfðinglegur ásýndum og í framkomu og allra
manna mestur á velli. Hann var vel menntaður og hafði dvalizt
hjá móðurfólki sínu í Hamborg við nám í níu vetur. Eftir lát
föður síns fékk Ari Barðastrandarsýslu og síðar Isafjarðar- og
Strandasýslu. Þegar hann var orðinn sýslumaður á Barða-
strönd, með bú á Reykhólum, fór hann að huga að kvonfangi og
fékk augastað á Kristínu biskupsdóttur. Ari hafði fulla ástæðu
til að álíta, að erindi hans yrði vel tekið, því hvorki skorti hann
fé né ætterni, sem mestu réði um úrslit slíkra mála.
Til er gömul saga um bónorðsför Ara og er hún á ýmsan hátt
skemmtileg. I afbökun af þessari sögu er sagt, að Ari hafi ætlað
sér Halldóru en fengið Kristínar. Sú gerð sögunnar verður til
síðar vegna viðskipta þeirra Ara og Halldóru.
Kristín Guðbrandsdóttir var 18 ára sumarið 1594 er Ari hélt
í bónorðsför til Hóla með fríðu föruneyti. I ferð hans voru átján
sveinar, sem allir voru átján vetra. Þegar Ari kemur að Hólum,
142