Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 145
KONUR Á HÓLASTAÐ
gerir hann boð fyrir biskup, sem kom út. Tók hann komumanni
með semingi, en bauð honum inn að ganga. Það afþakkaði Ari
og hóf upp bónorðið. Tók biskup því dræmlega, hvorttveggja
var, að honum þótti maðurinn drambsamur og eins hitt, að fátt
var með honum og Jóni lögmanni, föðurbróður Ara. Vest-
fjarðagoðinn hafði þá engin frekari umsvif, enda alls óvanur að
vera tekið með semingi, kvaddi og reið á brott. Munnmælin
herma, að Kristín hafi staðið innan við glugga, virt komumann
fyrir sér og litizt vel á hann. Þegar biskup tjáði henni erindi Ara,
þá innti hún eftir því, hvar hann myndi finna sér jafnoka slíks
manns. Er biskup fann vilja Kristínar, þá skildist honum, að hér
hafði hann verið full fljótráður og sendi því mann eftir Ara og
föruneyti hans. Samningar þeirra um giftumálin tókust með
ágætum og brúðkaupið fór fram um haustið.41
Oneitanlega hvílir nokkur þjóðsagnablær yfir sögunni. Hin
væntanlega brúður er 18 vetra, og jafnmargir eru sveinarnir í
bónorðsförinni, aldur þeirra er einnig sá sami. En sagan lýsir
einnig rómantík og riddaramennsku. I Evrópu hafði blóma-
skeið riddaramennskunnar staðið í meira en tvær aldir, en sjald-
gæft er að finna frásagnir af íslenzkum höfðingjum, sem viðhafa
svo hofmannlega siðu sem Ari. Þó sagan sé stílfærð, þá má ætla,
að í henni finnist nokkur sannleikur.
Þeir Ögurmenn héldu sig jafnan með höfðingsbrag og höfðu
lengi gert. Um föður Ara, Magnús prúða, er sagt: „Magnús var
og ágætur höfðingi, hann reið jafnan svo á Alþing, að fylgd hans
var auðkennd, því þeir höfðu allir lagvopn XL [40] menn eða
fleiri, og setti hver vopnin upp fyrst er heim reið á Þingvöll; var
það svo hvert sumar meðan hann sat uppi, og vildu sem flestir
vera í hans för . . ,“.42
Ari gerir för sína með höfðingsbrag. Það er ekki á hvers
manns færi að ríða í biskupsgarð og biðja dóttur hans, því var
eðlilegt að sýna hofmennsku. Sem áður sagði hafði Ari dvalizt
langdvölum erlendis í æsku og kynnzt þar siðum annarra þjóða.
Það hafði Guðbrandur einnig gert og hlaut því að kunna skil á
143