Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 146
SKAGFIRÐINGABÓK
þess háttar tilstandi. En bakgrunnur þessara manna var ólíkur
um flest. Ari var borinn til mikilla efna og metorða innan
íslenzka ættarveldisins. Biskup hófst til metorða af sjálfum sér,
að hluta vegna þess kapps og dugnaðar, sem átti eftir að ein-
kenna störf hans, en að hluta til vegna þeirrar heppni að vera
réttur maður á réttum stað og tíma. Hvorugur þessara manna
var líklegur til að láta hlut sinn. Ari var talinn harðdrægur mað-
ur og ráðríkur í sínu héraði, en í deilum við ýmsa menn fór
biskup oft og tíðum offari, svo mjög, að hann sást ekki fyrir.
Þessum þætti í skapgerð hans lýsa bezt hinar löngu þrætur um
erfðatilkall eftir afa hans, Jón Sigmundsson.
Eftir brúðkaupið fluttu þau Ari og Kristín vestur að Reyk-
hólum og síðar að Ogri við Isafjarðardjúp og héldu sig jafnan
með höfðingsbrag.
Biskup leysti dóttur sína út með ríkulegum heimanmundi í
jörðum og lausu fé. Hún fékk jarðirnar Osland í Óslandshlíð,
sem var höfuðból, og Gröf á Höfðaströnd. Bréfabók Guð-
brands geymir viðurkenningu Ara á heimanmundi Kristínar.
Þar eru tilgreindar nokkrar biblíur og guðsorðabækur, auk
borðsilfurs. Það sem athygli vekur er kvensilfur Kristínar, sem
er mikið að vöxtum og ótrúlega verðmætt. Þar eru taldar silfur-
spennur, sylgjur, hnappar og festi ein tvíbrotin. Einnig er þar að
finna gamlan kross með festi, sem virtur er á sex hundruð, átta
húfuskildi, virtir á sjö hundruð og silfurlinda, gylltan með
gylltu víravirki, metinn á hálft tíunda hundrað.43
Jarðarverð var að sjálfsögðu mjög breytilegt, en jörðin
Osland, sem Kristín fékk, var 80 hundruð að fornu mati.44
Fullyrða má, að silfureign Kristínar hafi samsvarað verði
góðrar bújarðar. Hér má vísa til þess, sem að framan getur, þeg-
ar Guðbrandur gifti dóttur sína Steinunni. Hann var talinn gera
mjög vel við hana og gaf í heimanmund tvær jarðir, sem samtals
voru metnar á 50 hundruð.
Fáar heimildir munu vera til um húfuskildi, og hafa slíkir
gripir ekki verið í eigu annarra en fárra auðmanna. Um notkun
144