Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
(Jónssonar biskups). Þau höfðu reyndar slitið samvistum árið
1578, en Páli gekk illa að fá hjónabandið ógilt, þó leit hann sjálf-
ur svo á, að hann væri frjáls og óbundinn. Um Pál má segja, að
sitt er hvað, gæfa og gjörvuleiki. Greind hafði hann nóga, en geð
hans var svo sérstætt, að á efri árum virðist honum ekki alltaf
hafa verið sjálfrátt. Ofnotkun áfengis kann að hafa valdið þarna
nokkru. Páll var talinn fjölfróður og skáld gott. Hann var einnig
talinn mikill lagamaður, þótt lítið hafi varðveitzt eftir hann um
þau efni.
Hjónaband Páls og Helgu hafði lengi verið stormasamt. Erf-
iðlega hafði þeim einnig gengið að fá leyfi fjárhaldsmanna
Helgu til hjúskaparins, hún var þá mjög ung en vel efnuð. Hún
var talin fríð kona og gjörvuleg, en virðist hafa verið geðrík og
duttlungafull. En ólm vildi Helga eiga Pál, og létu ættingjar
hennar því undan. Sagt er, að kærleikar hafi verið svo miklir
með þeirn hjónum í fyrstu, að eftir brúðkaupið dvöldu þau í
rekkju sinni í 6 vikur. Meðan allt lék í lyndi orti Páll ástarljóð til
Helgu sinnar. Þar segir meðal annars:
Hún er svo hýr að líta,
sem herrni eg ungri frá,
rétt sem rósin hvíta
eða renni blóð í snjá.
Enga yfrið nýta
eg með augum sá
aðra vænni en þá.
En sælan stóð ekki lengi, enda bæði geðrík. Eftir mikið ósætti,
þar sem Páli fundust orð Helgu óviturleg, þá kvað hann.
Lítið er lunga
í lóuþræls unga;
þó er enn minna
manvitið kvinna.
146