Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 149
KONUR Á HÓLASTAÐ
I áðurnefndu bónorðsbréfi kemur fram, að Páll sendir nokkur
kvæði, sem hann biður „Halldóru mína“, að varðveita og sýna
ekki öðrum. Til er kvæði, sem hann nefnir í þessu bréfi og kallar
„eitt lítið kvæði til Halldóru“. Hér er smá sýnishorn úr því og
af því sést, að Páll karlinn er ennþá dálítið rómantískur.
Hugsar blaðið héðan á veg
í hendi að lenda þinni,
og þá á bréfið betra en ég.
Bagi er að fjarlægðinni. . ,47
Engum sögum fer af því, hvernig bréfinu var tekið. Biskup hef-
ur trúlega leitt þetta hjá sér og talið óra í Páli. Hvað Halldóru
varðar þá er ekki líklegt, að henni hafi hugnazt þessi biðill.
Húsfreyjan á Hólum
Eins og fram hefur komið þá kaus Halldóra einlífi. Höfundur
Skarðsárannáls orðar það svo, að Halldóru hafi ekki auðnazt
„giftumál“.48 Til þessa hafa vafalaust legið fleiri ástæður. Með-
fram hefur það verið vegna tryggðar við föður sinn, sem hún
valdi jómfrúrstand. Hann var ekkjumaður og óskaði ekki eftir
að ganga í annað hjónaband, það var hinsvegar erfitt fyrir
biskup að vera án húsfreyju á þessu stóra heimili. Hagkvæmnis-
ástæður hans og fjölskyldunnar hafa trúlega ráðið hér nokkru.
Tíðarandinn gerði ráð fyrir því, að konur í heldri stétt giftust
og gerðust virðulegar húsfreyjur. Það var raunar ekkert rúm
fyrir ógiftar konur í þjóðfélagi þessa tíma nema sem vinnukon-
ur, sem þá voru eignalausar. Ef svo hagaði til, að konur af betra
standi giftust ekki, þá voru þær venjulega skjólstæðingar á
heimilum ættingja sinna. Konur höfðu takmörkuð fjárráð og
efnakonur höfðu venjulega einhvern karl, tengdan eða skyldan
sem fjárhaldsmann. Meðal efnafólks var oftast stofnað til
147