Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 150
SKAGFIRÐINGABÓK
hjónabanda út frá fjárhagslegum sjónarmiðum og foreldrar
réðu miklu um gjaforð dætra sinna. Hin margrómaða ást var
sjaldan með í spilinu og margri konunni var hjónabandið nauð-
ugur kostur. Húsfreyjustaðan var þó eftirsóknarverðari en
staða þeirrar ógiftu.
Þetta þýddi þó ekki vansæld í hjónaböndum. Fólk þekkti
ekki til frjálsræðis síðari tíma og hafði annað gildismat. Greini-
lega sést af ýmsum heimildum að einstaklingar, sem gengu í
hjúskap að foreldraráði bundust oft sterkum vináttu- og ástar-
böndum. Börn voru öguð í uppeldi, og hefðin fyrir forræði for-
eldra var löng meðal þjóðarinnar. Verkaskiptingin milli karla
og kvenna var skýr og fastmótuð. Húsagi var mikill og fólki var
snemma kennt að bera virðingu fyrir störfum hvers annars. Líf
miðaldamanna var mótað af aga, sem haldið var uppi af kirkju
og stjórnvöldum. Sú skipan mála hélt allri þjóðfélagsgerðinni
óbreyttri öldum saman.
Halldóra var óvenju sjálfstæð og sjálfráð kona á þessum tíma.
Að því leyti er hún skyldari nútímakonunni, en flestum kyn-
systrum sínum í lok sextándu aldar. Hún var vel menntuð, hafði
góð efni og aðstæðurnar höguðu því svo til að hún gat orðið
húsfreyja á öðru virðulegasta heimili landsins, án þess að þurfa
að ganga í hjónaband með einstaklingi, sem hún ekki þekkti eða
bar engar tilfinningar til. Trúlega hefur hún unað hlutskipti sínu
hið bezta.
Halldóra var rúmlega tvítug, þegar Kristín systir hennar gifti
sig, en Páll var þá enn heima í nokkur ár. Hann hélt utan til
náms aldamótaárið. Að öllum líkindum hefur Halldóra þá verið
tekin við húsmóðurstarfinu á Hólum.
Hér að framan hefur verið reynt að gera nokkra grein fyrir
fólksfjölda á Hólastað. A miðöldum, fyrir daga vélvæðingar,
var stjórn slíks heimilis stórmál, jafnvel þó að vinnukrafturværi
bæði nógur og ódýr. Allur matur var framleiddur á staðnum
eða á útibúum hans og mikill hluti fatnaðar. Það kostaði mikla
skipulagningu að birgja staðinn upp af vistum og hafa umsjón
148