Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
átti griðastað í ellinni á heimili húsbændanna, því ekki voru til
elliheimili eða sjúkrastofnanir. A þessum tíma fæddust börnin
á heimilunum og lífi manneskjunnar lauk þar einnig. Húsfreyj-
ur stórheimilanna þurftu því að kunna einhver skil á fæðingar-
hjálp og allri hjúkrun og umönnun við sjúka og aldraða.
Erlendar rannsóknir á kvennasögu sýna ljóslega, að vinnu-
dagur húsfreyja á fleiri en einu menningarsvæði Evrópu var
langur og erfiður við stjórn heimila sinna. Oft tóku þær einnig
að sér stjórn búa eða fyrirtækja að eiginmanninum fjarstödd-
um.
Hér skal tekin sem dæmi Margaret Paston, ensk hefðarkona
á fimrntándu öld, sem stjórnaði búum þeirra hjóna á miklum
ófriðartímum, að eiginmanninum fjarstöddum. Bréf hennar
hafa varðveitzt og geyma dýrmætar upplýsingar um líf fólks á
miðöldum.
Talandi um bréfaskriftir á þessum tíma má geta þess, að
fræðimenn telja að Paston hafi verið læs, en óskrifandi. Hún
hafði aðra til að skrifa fyrir sig. Þetta lýsir einnig menntun fólks
á þessum tíma.50
Á þessum árum gengu samfelld harðindi yfir landið, samfara
eldgosum og sóttum. Arin 1601-1604 eru talin einhver hin
verstu sem hér hafa komið. Talið er að á þessu tímabili hafi um
9000 manns fallið af hallæri.51 Hin miklu harðindaár eftir alda-
mótin 1600 hafa gert allan rekstur Hólastaðar erfiðan. I hörðum
árum sótti mikill fjöldi þurfamanna jafnan á biskupsstólana,
sem voru nokkurskonar birgða- og hjálparstöðvar. Oll umsjón
með hjálp við þetta fólk var í höndum húsfreyjunnar. I heimild-
um er farið lofsamlegum orðum um Halldóru fyrir gjafmildi
hennar og miskunnsemi við fátæka.
Þessi harðæri og erfiðleikar af völdum náttúruhamfara héldu
áfram næstu ár. Arið 1612 segir Espólín frá því að „voru regn
stór fyrir Jónsmessu og jarðföll ógurleg í austurdölum [Aust-
urdal] í Skagafirði, hljópu fram skógar yfrið miklir og rak ofan
í Hólm, og víðar um Skagafjörð, því Héraðsvötn stemmd-
150