Skagfirðingabók - 01.01.1991, Qupperneq 154
SKAGFIRÐINGABÓK
sótti hana sjálfur, og var hún í Ögri um veturinn. Guð-
mundur hafði sett til mann áður að biðja sér til handa
Halldóru og hafði Ari veitt afsvar; ástir þeirra Guðmund-
ar og Halldóru voru þá svo miklar, að hvorugt undi sér.
Er mælt, að Guðmundur hafi þá um veturinn farið vestur
að Snóksdal til Eggerts lögréttumanns Hannessonar
[hann var mágur Guðmundar, kvæntur systur hans], og
verið þar um hríð; hafi Guðmundur komið því til leiðar,
að Eggert fékk vel skýran sendimann vestur að Ögri með
bréf og erindi til Ara, sem hann tilfann sér, en jafnframt
með bréf frá Guðmundi til Halldóru, sem sendimaðurinn
ætti að koma til hennar leynilega. Þá er maðurinn kom í
Ögur, grunaði Ari hann, og vildi sporna við, að hann næði
fundi Halldóru; kallaði hann því manninn í stofu til sín og
talaði þar við hann. Rúm var tjaldað í stofunni; einhverja
vitneskju fékk maðurinn um það, að Halldóra var í rúm-
inu. Ari gekk um gólf og eitt sinn, er Ari sneri sér frá
honum, kastaði sendimaðurinn bréfinu upp í rúmið. Um
morguninn eftir fór Ari eins með manninn, en er Ari ein-
hverju sinni sneri sér undan, var bréfi kastað úr rúminu til
mannsins. Sumarið eftir reið Ari til þings, og líka Eggert í
Snóksdal, og Guðmundur með honum, þá er sagt, að þeir
hafi í þeirri ferð orðið samferða höfuðsmanninum, sem
var Holgeir Rosenkrantz. Hafi höfuðsmaðurinn riðið
mjög hart og hleypt í fen, svo að hann var ekki sjálfbjarga,
hafi þá Guðmundur orðið fyrstur til að hjálpa honum, en
höfuðsmaðurinn sagt honum, að biðja sig einhvers; hafi
þá Guðmundur beðið hann að fara með sig til Ara, og það
hafi höfuðsmaðurinn undir eins gjört og sagt við Ara:
„Guðmundur skal hafa dóttur þína, Ari bóndi!“ Þá er
mælt, að Ari hafi svarað, að höfuðsmaðurinn yrði þá að fá
honum einhverja þúfuna til að búa á, en höfuðsmaðurinn
svaraði, að hann skyldi hafa Þingeyraklaustur.53
152