Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 156
SKAGFIRÐINGABOK
móðir hans en systir, því aldursmunur á þeim var 24 ár. Hall-
dóra var uppalandi hans og velgjörðamaður alla tíð.
A þessum árum eru elli og lasleiki farin að sækja á biskup, auk
þess var honum margt mótdrægt á efri árum. Hann átti í eilífum
útistöðum og málaferlum við ýmsa stórhöfðingja og deilum við
sjálft Alþingi. Að stærstum hluta var það vegna ofríkis hans
sjálfs. Þessi ár hafa verið Halldóru erfið, en Þorlákur launaði
fóstru sinni uppeldið og stóð við hlið hennar í þeim erfiðleikum
sem hlutust af sjúkleika biskups síðustu æviár hans.
Veikindi biskups og fall dómkirkjunnar
Næst ber það til árið 1624, þriðja dag hvítasunnu, þá er Guð-
brandur er 82 ára, að „féll þá snögglegayfir hann sjúkleiki“, svo
hann hné niður og var lamaður hægra megin.56 Biskup missti að
mestu málið og virðist ekki hafa getað tjáð sig eftir þetta, nema
í örfáum orðum. Eftir þetta lá hann lamaður í þrjú ár, en hélt
samt fullri rænu allan tímann. Það var siður hans í legunni að
láta biblíuna liggja hjá rúminu, fletta henni með vinstri hendi og
gera þannig skiljanlegt hvað hann vildi láta lesa fyrir sig.
Höfuðsmaður á Bessastöðum var Holgeir Rosenkrantz.
Þetta sumar, 2. júlí, gaf hann út bréf þess efnis, að séra Arngrím-
ur Jónsson skuli annast störf biskups, svo sem umsjón með
skóla og prestum, og sjá um bréf og málefni dómkirkjunnar,
„þar tiler guð gjöri endingu ásjúkleikabiskupsins eftirviljasín-
um náðugum.“57 Málefnum kirkjunnar var þar með komið í
hendur Arngríms lærða til bráðabirgða, en ekkert ákveðið að
sinni um rekstur stólsins að öðru leyti.
Um haustið í nóvember gerðist það, að dómkirkjan á Hólum
fauk í sterku norðanveðri.58 Einnig skemmdust ýmsir kirkju-
munir, þegar þessi ósköp dundu yfir. Þessi kirkja hafði þá stað-
ið í 230 ár. Nokkrum árum áður hafði hún laskazt í stórviðri, en
þá var gert við hana. Viðgerðin virðist hafa verið ónóg, en bygg-
154