Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 157
KONUR A HOLASTAÐ
ingin var að vísu svo gömul, að óvíst er, hvort hægt hefði verið
að bjarga henni. Hér á undan hefur framkvæmdum Guðbrands
verið lýst, og það að dómkirkjan er ekki bætt eða endurreist ber
vitni um að biskup er orðinn háaldraður maður og mikið gengið
á þrek hans. Trúlega hefur einnig verið um fjárskort að ræða,
því árin á undan voru mikil harðindaár.
Ekki var biskupi sagt frá falli kirkjunnar, því menn ætluðu að
honum félli það þungt, en þar sem hann var með fullri rænu, þá
undraðist hann, að heyra aldrei klukknahljóð. Er hann innti eft-
ir því var ýmsu viðborið og hann leyndur þessum tíðindum.
Hólamönnum féll illa, að ekki væri hægt að halda helgar tíðir,
svo það var brugðið á það ráð að flytja kirkjugripi í „Stóru-
stofu“, og þar fóru guðsþjónustur fram.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um, hversu erfið þessi ár
hafa verið Halldóru. Þó Arngrímur Jónsson stjórnaði málefn-
um kirkjunnar, þá er enginn settur yfir stólinn að öðru leyti.
Veikindi biskups eru þess eðlis að dregið er að bæta um. Enginn
hefur búizt við því, að svo aldraður maður næði heilsu eftir
þetta áfall, menn hafa álitið að endirinn væri skammt undan og
bíða því átekta. Það jók enn á erfiðleikana, að í desember 1625
andaðist Þorkell Gamlason, sem verið hafði ráðsmaður Hóla-
staðar yfir 30 ár.59
Vorið eftir að kirkjan fauk sendi Halldóra Þorlák systurson
sinn til Kaupmannahafnar í þeim erindum að afla viðar í nýja
dómkirkju.60 Heimildir geta þess, að sendiför Þorláks og undir-
búningur kirkjubyggingarinnar sé að ráði Halldóru, því hún
fari með forsjá staðarins. Á þessum tíma var Kristján IV kon-
ungur Islands og Danmerkur. Sem kunnugt er var hann mikill
herkonungur og lá í ófriði, er þetta gerðist. Sonur hans stjórnaði
ríkjum í fjarveru föður síns. Málaleitan Þorláks var vel tekið í
Kaupmannahöfn, og gaf prinsinn viðu og bik til hinnar nýju
dómkirkju. Var brátt hafizt handa um smíði hennar en bæði kór
og kirkja voru minni en áður hafði verið.61
Þegar Halldóra sendi Þorlák til Kaupmannahafnar, þá hafði
155