Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 158
SKAGFIRÐINGABÓK
engin tilskipan verið gefin út um staðarforráð á Hólum. Hún
stjórnaði staðnum og undirbjó byggingu kirkjunnar án til-
skipunar, en með vilja og vitund stjórnvalda. Það var reyndar
ekki einfalt fyrir stjórnvöld að setja Halldóru yfir staðinn, þar
sem engin fordæmi voru fyrir því, að konur gegndu slíkum
störfum.
Sumarið 1625 brá Ari Magnússon, mágur Halldóru, sér til
Hóla og greina heimildir frá því, að hann hafi viljað hafa umsjón
með stólnum og eignum hans.62 Þessi ferð Ara og krafa hans um
stólsforráð er á engan hátt óeðlileg. I fyrsta lagi gat hann litið
svo á, að sér væri skylt að aðhafast eitthvað í málinu og aðstoða
mágkonu sína í þessari óvenjulegu aðstöðu. Páll Guðbrandsson
var látinn og vel mátti líta á tengdasoninn Ara sem höfuð fjöl-
skyldunnar að Guðbrandi forfölluðum. I öðru lagi var hér um
miklar eignir að ræða, því Guðbrandur var stóreignamaður og
Kristín kona Ara erfingi hans. Trúlega hefur Ara fundizt, að
fóstursonurinn Þorlákur væri búinn að fá nóg í sinn hlut og ekki
treyst því, að uppgjör á búi Guðbrands færi fram sem skyldi. En
þó auðvelt sé að færa rök fyrir því, að ferð Ara þurfi ekki að
túlka sem freklega íhlutan um málefni stólsins, þá litu Hóla-
menn ekki þannig á. Viðbrögð Halldóru og annarra málsmet-
andi manna á staðnum voru hörð.
Ferð Ara verður til þess, að hún ritar stjórnvöldum bréf þess
efnis, að hún frábiður sér öll skipti Ara af málefnum staðarins.
Bréf þetta er enn til með eiginhandarundirskrift hennar og
hljóðar þannig:
Meðkenni eg, Halldóra Guðbrandsdóttir, að ef eg fái það,
að mér verði unnt með míns föðurs ráðsmönnum umsjón
og yfirráð að hafa yfir dómkirkjunnar fé, svo að Ari
Magnússon sé frá þeim öllum ráðum skipaður, og hann
skuli ekkert með hafa með dómkirkjunnar góss, né það
sem mér og mínum hjartans föður við víkur, eður við eig-
um, þá set eg mitt fé, það eg sjálf á, í borgun. Ef eg kann
156