Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 167
BISKUPABEIN OG ONNUR BEIN A HOLUM
kirkjum í Danmörku, og kemur þar fram að ýmsir aðrir en
kirkjunnar menn og þeirra skyldulið voru jarðsettir innan
kirkna.2
Astæðan til þessa siðar er sú að það mun hafa verið talið betra
til sáluhjálpar að vera lagður til hvílu inni í svo heilögu húsi
heldur en utan þess. Annars var einnig nokkur virðingarröð í
kirkjugörðunum sjálfum og var legstaðurinn talinn þeim mun
betri sem hann var nær kirkjunni. Af þessum sökum rekast
menn tíðum á grafir og líkamsleifar þegar jarðvegur er hreyfður
undir gólfum í gömlum kirkjum.
Ekki er mér kunnugt um hve útbreiddur þessi siður hefur
verið á Islandi, en hann var bannaður með lögum árið 1805.3 1
dómkirkjunum í Skálholti og Hólum er vitað að biskupar (og
reyndar fleiri) voru greftraðir undir kirkjugólfi. Þegar forn-
leifarannsóknir voru gerðar í grunni Skálholtsdómkirkna 1954-
58 komu í ljós margar grafir undir kirkjugólfi, og voru tekin
upp bein úr 111 manns.4
Þegar skipt var um gólf í Viðeyjarkirkju 1987, var grafið
nokkuð niður undir gólfi, m.a. til að koma fyrir loftstokkum.
Ekki varð þá vart við grafir undir kirkjugólfinu, enda var ekki
djúpt grafið.5 Þorsteinn Gunnarsson hefur sagt mér að í elstu
úttekt á kirkjunni komi fram, að þar hafi upphaflega verið níu
tréhlerar í gólfi með tveimur járnhringum hver, og hefur þessi
búnaður trúlega verið til þess að hægt væri að taka grafir undir
gólfinu. Reyndar er ekki víst að margir hafi verið jarðaðir innan
þeirrar kirkju er enn stendur í Viðey, en í grafskrift Skúla
Magnússonar er sagt að hann sé þar grafinn.6
Kirkjur á Hólum
Kirkja sú er nú stendur á Hólum var reist á árunum 1757-63.
Hún er 25,66 m löng alls, kirkjan sjálf 9 metra breið, en stöpull
eða forkirkja 6,12 m að breidd.7 Hún var byggð úr íslenskum
165