Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 173
BISKUPABEIN OG ÖNNUR BEIN Á HÓLUM
Óhreyfða heinagrindin.
Jón Steffensen taldi þetta vera
Ingibjörgu Jónsdóttur, sem lést
1723, 38 ára að aldri. Hún var
fyrri kona sr. Þorleifs Skaftasonar
(1683-1748), kirkjuprests á
Hólum, og bróðurdóttir Einars
biskups Þorsteinssonar.
Ljósm.: Mjöll Snæsdóttir
eflaust leifar af klæðum eða umbúnaði einhvers þeirra er þarna
var saman safnað. Ekki var það svo heilt að frekar yrði ráðið í,
hvað það hefði verið.
Undir öllu saman lá ein heilleg beinagrind og hvíldi hún á
tveimur fjölum. Þær voru illa farnar, einkum hin nyrðri, nær
veggnum. Sú lengri var tæplega einn og hálfur metri að lengd, en
hin um 85 sm, en höfðu báðar sýnilega verið eitthvað lengri.
Þessar fjalir voru um 1 sm að þykkt og voru vafalítið leifar af
kistubotni. Við hliðina á þessum fjölum, sunnar eða fjær veggn-
um voru þrjár aðrar fjalir, og voru þær trúlega leifar annarrar
kistu. Tvær þeirra voru einnig um 1 sm að þykkt og 20 sm þar
sem þær voru breiðastar. Þær voru 1,60 og 1,40 m að lengd, en
höfðu verið eitthvað lengri. Lágu þær samsíða og er sennilegt að
þær hafi verið leifar kistubotns. Hin þriðja var þykkari, um 4
sm, 1,70 m að lengd en 12 sm breið. Var hún fest með nöglum
171