Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 180
SKAGFIRÐINGABÓK
voru þar fjalir með leifum af gegnskornum tinskildi með áletr-
uninni ANNO 1710. Þegar allt timbur hafði verið tekið ofan af
kistunni, blasti við mikið af mannabeinum, sem virtist hafa ver-
ið kastað óskipulega niður í kistuna. Einnig lágu þar skildir,
samskonar og sá er var á höfðagafli kistunnar, fjórir talsins.
I kistunni, innanum beinin lágu ennfremur fjórir skildir úr
koparblöndu, og voru þeir með áletrunum og skrauti. Á einum
var engin áletrun, en krossfestingarmynd. Á öðrum voru ein-
kennisstafir Krists, IHS. Ur þeirri áletrun er stundum lesið Ies-
us Hominum Salvator (Jesús, frelsari mannanna), en einnig er
til sú skýring að þetta sé stytting úr J esús, eins og það nafn sé rit-
að á grísku. A þriðja skildinum voru stafirnir H G T S, og það
mun fangamark Gísla biskups Þorlákssonar. Fjórði skjöldurinn
og sá merkasti, er af kistu Gróu Þorleifsdóttur, og er með fanga-
marki hennar og dánarári. Á skildinum stendur:
IHS
GTD
MDCLX
IOB19
EGVEITMINENDVRLAVSN
ARELIFEROGHANMVNVPP
VEKIAMIGAPTVRAFIOR
DVOGEGMVNSJAGVDI
MINVHOLLDE
Þ.e. Eg veit minn endurlausnari lifir, og hann mun uppvekja
mig aftur af jörðu og eg mun sjá guð í mínu holdi. (Job. 19, 25-
26).
Einnig var í kistunni hluti af skreytingu, gegnumskorinn
hálfhringur úr tini, og er ekki víst hvort þetta er sérstakur hlutur
178