Skagfirðingabók - 01.01.1991, Síða 182
SKAGFIRÐINGABÓK
eða hvort hann kann að tilheyra skildi þeim er áletraður var
1710. Bein og skildir var allt tekið upp og safnað saman, án þess
að teikna legu þess sérstaklega. Alls lágu fimm höfuðkúpur í
kistunni, lausar frá þeim beinum er þeim hafa tilheyrt.
Til marks um hvílík óreiða var á beinunum má t.d. geta þess
að höfuðkúpa ein lá við kistuhlið. Neðri kjálka vantaði en tenn-
ur í efri kjálka lágu fast út í kistuhliðina. Kúpan lá á hægri vanga,
og varð að smeygja hnífsblaði varlega milli tanna og kistuhliðar
til að losa um kúpuna, jafnvel sneiða ögn úr fjölinni. Undir kúp-
unni lágu lærleggir tveir, hvor ofan á öðrum, og undir þeim
neðri kjálki, en að því er virtist ekki samstæður við kúpuna er
ofar hafði verið, og voru tennurnar sýnu slitnari í honum en í
efri kjálka kúpunnar.
Undir öllu beinahrúgaldinu lá ein beinagrind „in situ“, en þó
voru hlutar hennar raskaðir að því er virtist. Ofan á brjósti
hennar hafði legið mikið kraðak af beinum og óskipulegt. Ekki
virtust varðveitt rifbein er neðstu beinagrindinni tilheyrðu,
einnig vantaði handarbein hennar, eða þau voru komin í hræri-
graut saman við önnur bein. f>á virðist svo sem mjaðmargrind
hafi verið eydd eða úr skorðum gengin. Kistubúinn hafði haft
hendur á brjósti, væntanlega krosslagðar, og fótleggir hans voru
krosslagðir neðan við hné. Ofan á brjósti voru leifar af bókar-
spjöldum. I beinahrúgunni yfir brjósti kistubúans fannst lítil
næla úr gulum málmi með smelti, hvítu og ljósbláu. Nælan er
rúmlega 1 sm í þvermál og í lögun eins og spenna eða sylgja með
þorni, en ótrúlegt að hún hafi í raun verið notuð sem sylgja,
vegna þess hve lítil hún er. Aftan á hana eru grafnir stafirnir
Þ T D.
Svo var að sjá að klæði hefði verið breitt yfir þann er í kist-
unni lá, og voru nokkrar leifar eftir af því. Svo virtist sem klæði
þetta hafi verið bryddað með mjóum renningum úr öðru efni,
sem lágu á báðar hliðar kistubúans. Renningar þessir voru úr
skrautmynstruðu efni, þar sáust lauf og vínber. Þeir voru betur
varðveittir en klæðið sjálft, sem víða var aðeins grænleit slikja í
180