Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 185
BISKUPABEIN OG ÖNNUR BEIN Á HÓLUM
verðu flaustri og lítt hirt um hvernig gengið var frá beinunum,
a.m.k. var ekki að sjá að nein tilraun hafi verið gerð til að halda
saman því sem saman átti. E.t.v. er kistan á sínum upphaflega
stað, þó erfitt sé að vera viss um það. Trúlega hefði þó kistubú-
inn, neðsta beinagrindin, haggast meira, ef kistan hefði verið
grafin upp og færð, þegar grafið var fyrir norðurveggnum.
Beinasafn í kórgólfi
Um miðjan júní 1988 voru legsteinar í kór teknir upp og tekið
að fjarlægja jarðveg þar. Varð þá fyrir þriðja beinasafnið,
skammt undir legsteini Þorláks biskups Skúlasonar. Þar lágu
bein á um 70x70 sm svæði.
Efst sást aðallega í lærleggi og hluta af höfuðkúpum og þótti
sýnt að hér væri um að ræða bein er safnað hefði verið saman
þegar kirkjan var reist. Þorsteinn Gunnarsson hreinsaði ofan af
beinunum og hafði samband við undirritaða og kom okkur
saman um að hann skyldi taka beinin upp og ljósmynda hvert
lag jafnóðum. Ekki fundust þar munir með né leifar af kistum.
Innan um mannabeinin á öllum þremur stöðunum fannst
nokkuð af dýrabeinum. Það má valda nokkurri furðu, að vísu er
kirkjan nærri mannabústöðum og frá þeim geta bein og sorp
hafa borist í jarðveg í kirkjugarði, og jafnvel inn í kirkju, einmitt
þegar staðið er í byggingum með því róti sem því fylgir. Onnur
skýring er einnig vel hugsanleg. Hér gætu verið komnar leifar
frá matmálstímum þeirra sem unnu að kirkjubyggingunni og
hafi þeir fleygt nöguðum hnútum á svipaða staði og þeir settu
beinin sem upp komu úr gröfum biskupa og annars stórmennis.
Eftir að mannabeinin frá Hólum höfðu verið athuguð var
gengið frá þeim í 12 trékössum, sem komið var fyrir í forkirkju
(stöpli) norðan við inngang, og settur þar tréhleri yfir. A þenn-
183