Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 186
SKAGFIRÐINGABÓK
an hátt ætti að vera auðvelt að ganga að þeim aftur þegar menn
óska þess. Það er líklegt að svo verði.
Uppgröftur utan kirkju
Sumarið 1988 var grafinn skurður fyrir jarðvatnslögn með
kirkjuveggjunum að utan og fylltur möl, til að leiða raka frá
veggjunum. Var skurðurinn 80-90 sm breiður og allt að 130 sm
djúpur, þar sem hann var dýpstur. Auk þess var grafinn skurður
frá frúardyrum út fyrir sáluhlið að sunnan, og annar (vegna
loftstokks) frá kyndiklefa að miðjum norðurvegg. Talsvert
kom upp af beinum, mest norðan kirkju. Nálægt miðjum
norðurvegg, eða nokkru austar, voru fimm kúpur saman á ein-
um stað, og hrúga af öðrum beinum. Við austurgafl kom upp
eitthvað af beinum, en minna við suðurvegg. Minnst var af
beinum meðfram forkirkjunni. I skurði að kyndiklefa var
drjúgt af beinum, einkum 2-3 m frá kirkjuvegg. I þeim skurði
var meira af möl og grjóti en annars staðar, þar sem grafið var.
Mikill hluti beinanna virtist hafa verið hreyfður áður. A.m.k.
ein grind var þó óhreyfð; hún var í skurðinum frá frúardyrum
að sáluhliði.
Beinunum var safnað saman og þau geymd uppi á kirkjulofti
á meðan á framkvæmdum stóð. Síðar voru þau sett í tveggja
metra langa kistu úr hefluðum borðum, og var hún alveg full.
Þau voru svo grafin 15. október 1989 í norðvesturhorni kirkju-
garðsins, að viðstöddum Sigurði Guðmundssyni vígslubiskupi,
en án yfirsöngs.16
Hleðslur komu í ljós á a.m.k. þremur stöðum. Við austurgafl
gengu tvær steinaraðir út frá veggnum, og hafa það vafalaust
verið undirstöður skrúðhúss þess, er reist var samtímis kirkj-
unni, en rifið snemma á 19. öld. Þær voru grunnt grafnar, enda
seig skrúðhúsið og losnaði frá kirkjuveggnum, eins og fram
kemur í gömlum úttektum. Við norðausturhorn kirkjunnar
184