Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
marki Gróu Þorleifsdóttur, fyrstu konu Gísla, og ártalinu 1660
sem var dánarár hennar. Því má telja miklar líkur á að þessi þrjú
séu meðal þeirra átta, sem þar hvíldu sín lúin bein.
I áðurnefndri frásögn séra Þorsteins Péturssonar af kirkju-
byggingunni segir, að tekin hafi verið upp bein fjögurra
biskupa, Björns (Þorleifssonar), Einars (Þorsteinssonar), Jóns
Vigfússonar og Gísla (Þorlákssonar). Ekki eru aðrir nafn-
greindir sem hreyft hefur verið við, en eins og á beinafundunum
má sjá hafa það verið a.m.k. 30 manns eða sýnu fleiri en Þor-
steinn nefnir. Sennilega hefur honum þótt helst frásagnarvert að
svo hátt settir menn skyldu ekki fá að hvíla í friði heldur þurfa
að víkja fyrir kirkjumúrnum.
I gólfi Hóladómkirkju eru (og voru einnig fyrir viðgerð) 8
legsteinar, 7 þeirra voru í kór og einn rétt vestan kórdyra. Þessir
steinar voru settir yfir: Guðbrand biskup Þorláksson (d.1627),
Halldóru Guðbrandsdóttur (d. 1658), Þorlák biskup Skúlason
(d.1656), Gísla biskup Þorláksson (d.1684) og Gróu Þorleifs-
dóttur (d.1660) er var fyrsta kona hans af þremur, Jón biskup
Vigfússon (d.1690) og Guðríði Þórðardóttur konu hans, Einar
biskup Þorsteinsson (d. 1696) og þær Ingibjörgu Gísladóttur og
Ragnheiði Jónsdóttur, konur hans, Stein biskup Jónsson (d.
1739) og Valgerði Jónsdóttur, Jón biskup Teitsson (d. 1781) og
Margréti Finnsdóttur.
A steini þeirra Gísla og Gróu er ártalið 1661, árið eftir andlát
Gróu, en löngu áður en Gísli lést; hann lét úthöggva steininn
þetta ár.
Af þessum legsteinum er aðeins einn með nokkurri vissu yfir
réttri gröf. Það er steinn Jóns biskups Teitssonar. Vafamál er
hvort nokkur hinna steinanna var á réttum stað fyrir viðgerðina
1988, þótt Kristján Eldjárn segi í bæklingnum Um Hólakirkju
að menn telji að svo sé.18 Ekki er þó alveg víst að allar biskups-
ekkjur, er dóu löngu á eftir mönnum sínum, séu grafnar á
Hólum. Jón Steffensen hefurtjáðmér að Guðríður Þórðardótt-
ir hafi látist á Leirá 1707, og sé því með vissu ekki jarðsett undir
186