Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 193
MINNINGARTAFLA INGIBJARGAR
BENEDIKTSDÓTTUR
í DÓMKIRKJUNNI Á HÓLUM
eftir SIGURJÓN PÁL ÍSAKSSON
í hóladómkirkju eru tvær eiginlegar minningartöflur, önnur
með grafskrift Ingibjargar Benediktsdóttur, miðkonu Gísla
biskups Þorlákssonar, hin til minningar um síra Gísla Jónsson,
sem var prestur á Hólum 1817-28. Hér verður fjallað um fyrr-
nefndu töfluna, sem er vel varðveitt þó að hún sé orðin rúmlega
300 ára.'
Elztu minningartöflur í nágrannalöndunum eru frá byrjun
16. aldar. Með endurreisnarstefnunni í Evrópu kom upp sú
tízka meðal aðalsmanna og kirkjuhöfðingja að láta gera sér afar
skrautlega legsteina. Þar sem þessir menn fengu leg innan
kirkju, kom brátt að því, að tæpast var hægt að komast um
kirkjugólfin fyrir íburðarmiklum, upphækkuðum legsteinum.
Yfirvöld gripu þá í taumana og bönnuðu þennan sið, a.m.k.
mættu steinarnir ekki liggja á gólfinu. Þetta varð til þess, að far-
ið var að reisa þá upp við kirkjuveggina, enda sáu menn strax að
þar nutu þeir sín miklu betur. Nú var skrefið orðið stutt yfir í
minningartöflurnar, sem hægt var að hengja hærra á vegg og
gera sem glæsilegastar. I stað steinsmiða komu nú myndskerar
og málarar til sögunnar. Undir lok endurreisnar (fyrir 1600) og
í upphafi barokktímans, fylltust margar erlendar kirkjur af
minningartöflum, sem að íburði báru oft af sjálfum altaris-
Pessi grein er fylgiblað með ritgerð um legsteina á Hólum, sem undirritaður
hefur í smíðum. Þar mun birtast íslenzk þýðing á öllum latínuáletrunum, sem
dr. Jakob Benediktsson hefur góðfúslega gert fyrir Skagfirðingabók.
191