Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
Keypti hann þá handa Forngripasafninu flest málverkin gömlu
úr Flóladómkirkju, og rann andvirðið til viðgerðar á kirkjunni.
I skýrslu um ferðina segir Sigurður:
A norðurhlið kirkjunnar fyrir framan róðuna miklu er
myndaspjald úr tré yfir Ingibjörgu Benediktsdóttur (f
1673), miðkonu Gísla byskups Þorlákssonar. A miðju
spjaldinu er langt mál á latínu, sem eg hirði eigi hér að rita.
Neðan undir stendur burðartíð og dánartíð hennar, nfl. 2.
rnarz [réttara: maí] 1636 og 24. jan. 1673. Neðst á spjald-
inu er mynd, sem eflaust á að vera mynd frúarinnar, og er
hún í þeirrar tíðar íslenzkum búningi, með vafinn fald og
hatt. Flatturinn er með 5 gylltum röndum umhverfis og
auk þess er 6. röndin á börðunum. Hún er í svartri kápu
sem er sett gylltum pörum á báða barma, svo langt niður
sem sést. Kápan sýnist flegin langt ofan á brjóstið, og eftir
börmunum er útsaumað hvítt lín með laufum. Niður á
brjóstið beggja megin sést á rautt undir kápunni og hvítt
lín á milli. Til beggja hliða við spjaldið eru englamyndir,
sín hvoru megin, og heldur hvor þeirra á spjaldi, sem ritn-
ingargrein er rituð á.4
Minningartaflan varð eftir í kirkjunni og var síðar hengd upp í
kórnum, á norðurvegg milli tveggja innstu glugganna.5 Þegar
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður lét færa innréttingar
kirkjunnar í upprunalegt horf á árunum 1924-40, og eftir-
myndir fengust af málverkunum í Þjóðminjasafni, var taflan
sett á suðurvegg, vestan við frúardyr. Nú er taflan aftur komin
inn í kór og er á suðurvegg næst milligerðinni, sem skilur kór-
inn frá framkirkju.
Sjálf minningartaflan er gerð úr tveimur lóðréttum fjölum.
Hún er 48,2 cm breið og 63,8 cm há að meðtöldum ramma.
Aletrunin er á svörtum grunni með gylltum upphafsstöfum,
sett af Gísla biskupi og minningarljóð Þórðar bróður hans með
gylltum lágstöfum. Ramminn er svartur með gylltum listum að
194