Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 200
SKAGFIRÐINGABOK
Ingibjörg var dóttir Benedikts Halldórssonar (um 1608-88)
sýslumanns, sem lengst bjó á Reynistað, og Jórunnar Henriks-
dóttur (um 1614-93) konu hans. Benedikt fékk Skagafjarðar-
sýslu 1636, sama árið og Ingibjörg fæddist. Hún hefur eflaust
alizt upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg og Reynistað. Gísli
biskup hafði verið ekkjumaður í fjögur og hálft ár, þegar hann
leitaði ráðahags við Ingibjörgu. Hún var þá 28 ára, hann 5 árum
eldri. Kaupöl þeirra var drukkið á Reynistað 24. júlí 1664, en
brúðkaupið fór fram 18. ágúst sama ár.s Hjónabandið stóð í
rúm 8 ár. Ingibjörg átti lengi við vanheilsu að stríða, og getur
Gísli þess í bréfi þegar árið 1668.9
Jórunn og Benedikt áttu fjórar dætur. Þrjár þeirra giftust
sonum Þorláks biskups Skúlasonar:
Ingibjörg (1636-73) var miðkona biskupsins, Gísla Þorláks-
sonar (1631-84), dó barnlaus.
Guðrún var fyrri kona síra Skúla Þorlákssonar (1635-1704) á
Grenjaðarstað, þau barnlaus.
Þórunn (d. 1698) átti Guðbrand Þorláksson (1635-1704)
sýslumann í Vallholti. Þau áttu tvö börn: Þorlák sem dó ungur,
og Ragnheiði sem var hálfviti. „Hafði faðir hennar, að sögn, ært
hana með kitlum er hún var ung,“ segir Páll Eggert Olason.10
Þær Guðrún og Þórunn giftust sama dag, 22. september 1661.
Hefur þá verið mikið um dýrðir á Reynistað.
Ragnheiður hét fjórða systirin. Hún dó ógift og barnlaus.
Töflusmiðurinn
Ólíklegt er að þessi tafla sé gerð erlendis. A spjöldunum, sem
englarnir halda á, eru séríslenzkir stafir, sem engar líkur eru á að
gerðir hafi verið af erlendum manni. Einnig koma þar fyrir
bönd (þ.e. skammstafanir) að fornum íslenzkum hætti, sem
bendir eindregið til, að taflan sé íslenzkt verk.
Margt bendir til að minningartaflan sé verk Þórðar Þorláks-
sonar (1637-97), síðar biskups í Skálholti, eða a.m.k. unnin
198