Skagfirðingabók - 01.01.1991, Side 201
MINNINGARTAFLA
undir stjórn hans. Þórður merkir sér ljóðlínurnar í síðari hluta
grafskriftarinnar; er engu líkara en að mjög kært hafi verið með
honum og Ingibjörgu mágkonu hans. Þórður kom heim úr síð-
ustu utanför sinni árið 1672, þánývígður biskup. Hann dvaldist
á Hólum þar til hann tók við Skálholtsbiskupsdæmi af Brynjólfi
Sveinssyni vorið 1674. Af bréfabók Gísla biskups má sjá, að
Þórður aðstoðaði bróður sinn við embættisstörf þessi ár, vígði
m.a. presta í umboði Gísla."
Vitað er, að Þórður fékkst við málaralist. Hann var listfengur
og hagur í höndum eins og Guðbrandur Þorláksson afi hans.
Jón Þorkelsson skólameistari í Skálholti segir í æviágripi
Þórðar, sem ritað var á árabilinu 1733-45:
Hann hafði og gaman af aflfræði og bjó til ýmislegt það af
lagkænsku sinni, er sjá mátti af, að hann var vel lagaður til
slíkra hluta, t.d. byggingalistar og myndasmíðis, málara-
íþróttar og söngs. . . . Hann prýddi á margan hátt kirkj-
una í Skálholti, og marga þá, er út höfðu skrifazt úr skóla
hans og hagað sér vel hjá honum, styrkti hann til að ganga
á háskólann og framast þar; má þar umfram aðra geta
manns þess, er Hjalti hét Þorsteinsson; hann fór til Kaup-
mannahafnar með tilstyrk biskups og stundaði þar nám
sitt, svo að hann gat gengið undir próf með heiðri og
sóma, en auk þess lærði hann málaraíþrótt, myndasmíði
og sönglist, er hann var ágætlega til fallinn, og var enginn
honum jafn eður fremri í þessum greinum á Islandi um
hans daga.12
Hér er minnzt á séra Hjalta Þorsteinsson (1665-1754) síðar
prófast í Vatnsfirði. Hann var þekktasti málari sinnar tíðar hér
á landi, málaði m.a. mynd af Þórði Þorlákssyni, velgjörðamanni
sínum. Hjalti kemur þó ekki til greina sem höfundur töflunnar,
því að hann var enn barn að aldri þegar hún var gerð. I æviágripi
Hjalta segir, að á námsárunum í Skálholti hafi Þórður biskup
199