Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 202
SKAGFIRÐINGABÓK
leiðbeint „honum í málaralist og myndagjörð allskonar, því að
snemma sá biskup tilhneiging hans til þeirra hluta.“13 En Þórð-
ur var ekki sá eini, sem leiðbeindi Hjalta Þorsteinssyni í málara-
list. I æviágripi Hjalta eftir sjálfan hann segir, að honum hafi
tveggja ára verið komið í fóstur til afa síns, séra Gunnlaugs Sig-
urðssonar að Saurbæ í Eyjafirði, sem uppfræddi hann í barna-
lærdóminum.
Þar eftir var hann framar til kennslu falinn sínum móður-
bróður, séra Jóni Hjaltasyni, sem þá var capellan [aðstoð-
arprestur] séra Gunnlögs, hvör honum kenndi að lesa og
skrifa og þar með fundamenta Musices [undirstöðuatriði
tónlistar]. En með því séra Jón, sem áður var heyrari
[kennari] í Hólaskóla og amanuensis [aðstoðarmaður]
mag. Þórðar, síðan biskups að Skálholti, hafði stóra inc-
lination [tilhneiging] til að afrissa ýmsar myndir (hvað
hann hafði séð af honum gjört) og hann það sama lét bera
fyrir sjónir séra Hjalta, þá uppvaktist meir og meir sú
eftirlangan hjá honum, að þekkja og eftir því gjöra, sem
hann í hálfviti síns barndóms séð hafði í ýmsum myndum,
sem honum voru þá sýndar, gefnar og í hendur fengnar;
og eftir það hann hafði uppfræddur verið af nefndum séra
Jóni í latínu, um 2 ár, bað hans föðurfaðir, séra Gunnlög-
ur, herra byskupinn (sem þá var herra Gísli), að taka hann
í Hólaskóla, hvörju byskupinn í það sinn afsló, en ráð-
lagði að senda hann í Hamborg eður Kaupmannahöfn, að
læra málverk, og fleiri góðir menn lögðu sama ráð.14
Gaman er að sjá, að Gísli biskup Þorláksson kemur hér fram
sem stuðningsmaður íslenzkrar málaralistar. Jón Hjaltason
(1643-1705) var guðfræðingur frá Hafnarháskóla. Hann var
heyrari á Hólum 1668-73 og er sagður hafa verið aðstoðarmað-
ur Þórðar Þorlákssonar, en Þórður vann mjög að kortagerð á
þessum árum. Raunar vígði Þórður hann sem aðstoðarprest til
200