Skagfirðingabók - 01.01.1991, Page 204
SKAGFIRÐINGABÓK
í huga, að ekki er að vænta nákvæmrar samsvörunar milli mál-
aðra stafa og skrifaðra. Annars er erfitt að höfundargreina sett-
letur, það er yfirleitt svo formfast og án persónulegra einkenna
ritara. Sérkennilegasti stafurinn á töflunni er Q, sem er alveg
eins á Islandskortinu frá 1670. Þetta Q mun þó vera af algengri
gerð, að sögn Jakobs Benediktssonar.
Annað sem bendir á sama höfund er skrautflúr á spjöldunum,
sem englarnir halda á. Stafir í gotneska letrinu enda í fléttuflúri,
sem á sér nákvæma samsvörun á Islandskortinu frá 1670.
Athyglisvert er og, að titilfeldurinn á þessu korti er að upp-
byggingu hliðstæður minningartöflunni á Hólum, og líkist satt
að segja talsvert skjaldarmerki konungsríkisins Islands 1919-
44!
Á Grænlandskortinu frá 1668 er titilfeldurinn í líki selskinns,
sem grænlenzkur veiðimaður heldur á, sbr. spjöldin sem
englarnir hafa í hendi.
Loks má nefna, að á Islandskortunum frá 1668 eru myndir af
karli og konu, sem halda á skjaldarmerki Islands, flöttum
þorski. Höfuðbúnaður kvennanna líkist talsvert hatti Ingi-
bjargar á minningartöflunni. Sú samsvörun getur að vísu stafað
af ríkjandi tízku.
Þó að böndin berist óneitanlega að Þórði, er samt einn maður
ónefndur, sem gæti átt hlut í töflunni; það er Guðmundur
Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð. Hann vann mikið fyrir
Gísla biskup á þessum árum, gerði m.a. skírnarfontinn í Hóla-
dómkirkju 1674. Ekki er þó vitað til, að þessi mikli hagleiks-
maður hafi fengizt við málaralist. Hins vegar er hann þekktur
fyrir smíðar og útskurð.17 Vel mætti hugsa sér að Guðmundur
hafi séð um tréverkið í minningartöflunni, en Þórður málað
hana á því rúma ári, sem hann var á Hólum eftir lát Ingibjargar.
Líklega er minningartaflan á Hólum eina listaverkið, sem
með nokkurri vissu má eigna Þórði Þorlákssyni, ef Islandskort-
in eru undanskilin. Þetta verður því að teljast merkur gripur.
202