Jökull


Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 2
FRÁ FÉLAGIN U: Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi f3. maí 1954. Fundarstjóri var Eiríkur Helgason, prófastur í Bjarnanesi. Þetta gerðist helzt: 1. Formaðúr flutti skýrslu um störf félags- ins á liðnu starfsári. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga. Eignir félagsins í árslok voru metnar á kr. 83.860.31. Félagsmenn voru tæplega 200 að tölu. 3. Formaður félagsins var endurkosinn Jón Eyþórsson til næstu þriggja ára. í stjórn voru endurkosnir Árni Stefáns- son, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. Er Sigurjón Rist gjaldkeri félagsins, en Sigurður Þórarinsson ritari. — I varastjórn voru endurkosnir Einar Magnússon, Guð- mundur Kjartansson og Þorbjörn Sig- urgeirsson. — Endurskoðendur: Páll Sigurðsson, Rögnvaldur Þorláksson og Gunnar Böðvarsson. 4. Samþykkt var, að 6. grein félagsins orð- ist svo: „Félagar greiði kr. 50.00 í ár- gjald, enda fái þeir ókeypis ársrit fé- lagsins.'- 5. Formaður flutti erindi um ferð W. L. Watts yfir Vatnajökul. Úr skýrslu formanns o. fl. Fundir. Þrír fræðslufundir voru haldn- ir á árinu. Voru þeir vel sóttir. Snjóbilar. Jökull I er nú aftur í Reykja- vík og fékk þar allvandlega viðgerð eftir notkunina á Reyðarfirði. Á árinu fékk fé- lagið hagkvæmt tilboð um kaup á 2 víslum og 2 almínsleðum frá Brezka NA-Græn- landsleiðangrinum. Tók félagið tilboði þessu, en því miður komust þessi farartæki aldrei til Thule, svo sem til var ætlazt. Skálar. Formaður félagsins og Eysteinn Tryggvason veðurfræðingur dvöldust viku- tíma um sumarið á Breiðamerkursandi og í Esjufjöllum og dyttuðu að skálum félags- ins. Aðkallandi er að setja nýjan norður- stafn og hurð í Esjufjallaskálann. Rannsóknir. Sex stúdentar frá Durham háskóla dvöldust við jöklarannsóknir á Tindfjallajökuli frá júlíbyrjun til ágúst- loka. Unnu þeir einkum að kortlagningu jökulsins. Til undirbúnings þessum rann- sóknum höfðu menn úr stjórn félagsins farið tvær ferðir til Tindfjallajökuls um vorið. Sigurjón Rist sá um flutning á far- angri Bretanna austur og leiðbeindi þeim um starfið. Til þessara rannsókna veitti Rannsóknaráð ríkisins nokkurn stvrk. JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS P. O. Box 884, Reykjavík Félagsgjald (þar í ársritið Jökull) kr. 50.00 Gjaldkeri: Sigurjón Rist Raforkumálaskrifstofunni Laugavegi 118, Reykjavík Ritstjóri Jökuls: JÓN EY Þ Ó RS S O N Fornhaga 21, Reykjavík ICELAND GLACIOLOGICAL SOCIETY P. O. Box 884, Reykjavík President and Editor of Jökull: J ó n Ey t h ó r s s o n P. O. Box 884, Reykjavík Secretary: Sigurdur Thorarinsson P. O. Box 532, Reykjavík Annual subscription for receipt of the journal JÖKULL £ 1—0—0 or $ 3.00 i ----------------------------------------■>

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.