Jökull


Jökull - 01.12.1954, Side 35

Jökull - 01.12.1954, Side 35
ÁGRIP: I framanritaðri grein liefur ]. J Holtzscherer, einn af samverkamönnum A. Joset á Gran- landsjökli, tekið sér fyrir hendur að vinna td fullnustu úr mœlingum þeim á þykkt Vatna- jökuls, sem gerðar voru í Fransk-íslenzka leið- angrinum 1951, en Alain Joset entist því mið- ur ekki alclur til að Ijúka við. í 1. hefti JÖKULS (1951) hefur J. Eyþórs- son gert grein fyrir aðferð við mœlingarnar og hirt þykktartölur, sem A. Joset hafði reiknað jafnharðan og mœlingarnar voru gerðar. Má vísa til þeirrar greinar í aðalatriðum, þótt hér sé mun ýtarlegri greinargerð um grundvöll mælinganna og árangur. í sérstökum liafla (bls. 21) hefur Holtzscherer ritað um mœlingar, sem gerðar voru á Gríms- vötnum. Virðist honurn sem samfelldur ís hafi verið niður að botni á mælingastaðnum og þykkt hans um 600 m. Enn fremur reiknaðist hon- urn til, að halli botnsins á mœlingastað hafi verið 29°. Þessi niðurstaða styður ekki þá skoð- un S. Þórarinssonar o. fl., að vatn safnist i Grímsvatnakvosina rnilli Skeiðarárhlaupa, og sé þar fljótandi jökidl á, þegar nokkur ár eru lið- in frá hlaupi'. Sýnir þetta, að enn er fjarri þvi, að Gríms- vatnagátan sé ráðin, en um hana mun enn fjallað i ncesta hefti. JÖKULS. JÓN EYÞÓRSSON: V atna jökulsleiðangur 1954 Laugardaginn í'yrir hvítasunnu, 3/e 1954, lagði 10 manna hópur af stað frá Reykjavík, og var förinni heitið austur á Vatnajökul. Farið var á tveim stórum vörubílum, og var snjóbíll (Bom- bardier Guðmundar Jónassonar á öðrurn, en fólk og farangur á hinum. Fararstjóri var Árni Kjartansson verzlunar- maður, en aðrir Jrátttakendur voru Guðmundur Jónasson, Sigurjón Rist, Ólafur Nielsen, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Haukur Hafliðason, Sveinbjörn Benediktsson, Magnús Eyjólfsson, Finnur Eyjólfsson og Jón Eyjtórsson. Þótt förin væri fyrst og fremst sumarleyfis og skemmtiferð, var rnikil vinna lögð í að athuga snjóalög á jöklinum frá vetrinum 1953/54. Vt)ru grafnar 5 snjógryfjur, flestar 6—7 m djúpar, og mældur 1 Jteim hiti og vatnsgildi. Þá voru at- hugaðir staðhættir við Grímsvötn, en þeir ger- breyttust mánuði síðar, er Skeiðará hljóp, Jtótt ekki yrði eldgos. Mun nánar sagt frá Gríms- vötnum og Skeiðarárhlaupinu í næsta hefti Jökuls. Ekið var beinustu leið í Tungnaárbotna og Jtaðan á snjóbílnum upp á Grimsfjall. Var þar tjaldað og haldið kyrru fyrir í tvo daga. Síðan var ekið beina leið upp í Tjaldskarð á Öræfa- jökli og tjaldað Jtar. Þaðart var ekið að rót- um Hvannadalshnúks og gengið á fjallið í fögru veðri. Úr Tjaldskarði var ekið að Þuríðartindi og gengið á hann, en síðan austur úr Hermanna- skarði og sunnan undir Mávabyggðum til Esju- fjalla. Var lagzt til svefns í Jökulhúsinu, en síð- an gengið á Steinþórsfell. Frá Esjufjöllum var ekið sem leið liggur austur undir Goðaborg. Þeir Guðntundur Jónasson og Jón Eyþórsson gengu á borgina, en hinir brugðu sér til Flornal'jarð- ar og sóttu bensín til heimferðarinnar. Var enn tjaldað við Grímsvötn í heimleiðinni. Ferðin gekk mjög að óskum. Veður var með afbrigðum hagstætt, en færð nokkuð þung á köflum. Alls tók ferðin 16 daga. Eru slíkar sum- arferðir á Vatnajökul mikil og merk nýjung í ferðamennsku, stundum líkari ævintýri en veru- leika. Þegar hópur þessi kvacldi Tungnaárbotna, var þvi heitið að koma Jtangað aftur og reisa þar hentugt sæluhús fyrir Vatnajökulsfara, einkum Jrá er kynnu að leggja á jökulinn á útmánuðum. í Tungnaárbotnum er auk þess gott að staldra við. Þaðan er örstutt suður að Langasjó, ein- hverju kynlegasta stöðuvatni landsins, sem fáir hafa heimsótt. Og allt er þetta land vestan undir Vatnajökli flestum landsmiinnum álíka fjarlægt og framandi sem eyðimörkin Sahara, enda er Jrað hin raunréttu reginöræfi. 33

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.