Jökull


Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 41

Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 41
2. mynd. Fleygsprungna- net norðan Hreysiskvíslar á Sprengisandi. Möskva- breidd 10—15 m. Stefán Jónsson teiknaði eftir ljós- niynd höf., tekinni úr flugvél 26|8 1954. _ Fig. 2. Net of ice-wedges on Sprengisandnr, 750 m above s.l. Diam. of squares estimated 10—15 m. After an aerial pliotograph by S. Thorarinsson Aug. 26th 1954. uðu reiti, flesta ferhyrnda, en nokkra fimm- og sexhyrnda, svo sem sýnt er á meðfylgjandi niynd, sem Stefán Jónsson, teiknari gerði eftir Htmynd, sem ég tók úr flugvélinni. Þvermál reitanna áætlaði ég 10—15 m. Guli liturinn stafaði af þéttum mosagróðri, en sjálfir virt- ust reitirnir nær gróðurvana, en melurinn virt- ist mér moldarblendinn, og kann hann að hafa verið gróinn í eina tíð. Breidd randanna áætl- aði ég nokkra tugi sentímetra. Fleiri slíka mela sá ég á þessum slóðum. Mér þykir líklegt, að þessir melareitir á Sprengisandi séu myndun sams konar og fleyg- sprungnanetin í Siberíu og víðar, sem lýst er hér á undan. Væri slíkra myndana nokkurs staðar að vænta hér á landi, er það einmitt á þessum slóðum, því að þar er að finna flat- lendi hærra yfir sjó en annars staðar á land- inu. Jarðvegur er þar þannig, að slíkar mynd- anir eru hugsanlegar, og snjólétt er þarna, svo að frost gengur djúpt í jörð. Ekki mun lofts- lag þó vera þannig á þessurn slóðum nú á síðustu árum, að skilyrði séu fyrir slíkum mynd- unum, því þar mun nú ekki um sífreða (perma- frost) að ræða. Hugsanlegt væri, að þessi reita- myndun hafi orðið til þarna á síðustu öldum, því að telja má líklegt, að komið hafi þá stundum nokkur ár í röð svo köld, að ekki hafi klaka leyst úr jörð á þessum slóðurn, og hefur þá verið þarna möguleiki til myndunar fleyg- sprungnanetja, enda þótt fræðibækur telji þau ekki fyrirfinnast utan hánorrænna svæða. SUMMARY: NETS OF ICE-WEDGES ON SPRENGI- SANDUR, GENTRAL-ICELAND. During a reconnoitring flight over Sprengi- sandur between Hofsjökull and Langjökull on Aug. 26th 1954 the present writer observed on some flat areas just N of Hreysiskvísl river in ab. 750 m height above S. L. very regular patterns such as shown on Fig. 2. The patterned areas, the soil of tuhich probably consists of gravel and sand mixed with silt and. clay, are nearly bare of vegatation except for the boun- daries belween the squares and polygons, which are moss covered. The average diameter of the squares was estimated at 10—15 m. Although these areas are probably not perrnafrost areas under the climatic conditions now prevailing the present writer is inclined to interprete these patterns as nets of ice-wedges, such as described by Bunge, Leffingiuell and others from Northern Siberia and the North Coast of Alaska, and other continental arctic perma- frost regions. The present writer suggests that the Icelandic nets of ice-wedges were formed during some extremely cold years in the last centuries, such as the early 1880:ies. Probably the temperature limit for tlie formation of such patterns is somewhat higher than hit- herlo assumed. 39

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.