Jökull


Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 37

Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 37
fýluna lagði upp í vélina. Ekki var sjáanlegur vöxtur í neinu útfalli vestan Skeiðarár. A heim- leið frá Hornafirði var vélinni flogið yfir Gríms- vötn. Þunn skýjahula byrgði jökulinn, og sást hvergi niður úr henni, en auðsætt var, að ekki myndi enn um öskugos að ræða. Næstu dag- ana óx Skeiðará jafnt og þétt, en hægt. Hinn 13. júlí fór Sigurjón Rist austur í Oræfi til að reyna að mæla vatnsrennsli hlaupsins. Dvaldist hann síðan í Skaftafelli til 20. júlí og rnældi rennsli bæði vestur af Skaftafellsbrekkum og mn við Jökulfell og naut þar aðstoðar stúdenta frá Nottinghamháskóla, sem um þessar mundir dvöldust í Morsárdal. Miðvikudaginn 14. júlí flaug ég með Birni Pálssyni austur að Fagurhólsmýri, ásamt Zóphóníasi Pálssyni, skipu- lagsstjóra, og tveimur Ameríkönum, í sjúkraflug- vél Björns. Um kl. 12:30 flugum við meðfram jaðri Skeiðarárjökuls í bjartviðri. Sandgigju- kvísl var nú orðin mun dekkri að sjá en Núps- vötn og greinilega hlaupvatn i henni, en ekki var hún miklu meiri að sjá en í sumarvöxtum. Hafði Hannes á Núpsstað veitt því eftirtekt daginn áður, að kvíslin var farin að vaxa. Skeið- ará var nú miklu meiri, en þegar við flugum yfir hinn 9. júlí. Sýndist mér líklegt, að vatnsrennsl- ið myndi farið að skipta þúsundum tenings- metra á sekúndu, en væri þó enn allmiklu minna en venjulegt Grænalónshlaup í hámarki. Frá Fagurhólsmýri fór ég síðan með Birni í könnun- arferð til Grímsvatna. Sá á leiðinni norður, að ekki liafði lækkað í jökullónunum með austur- jaðri Skeiðarárjökuls. Yfir Kverkfjallahrygg var skýjahula, sem teygði sig suður yfir Grímsvatna- lægðina, en gegnum göt á henni mátti sjá mjög ferskar sprungur meðfram Grímsfjalli og norð- ur með Vatnshamri, svo og norðan undir hamrahlíðinni skammt austur af Gríðarhorni, en ekki var enn um neitt verulegt sig að ræða og engin missmíð var að sjá í Grímsvatna- lægðinni utan þessar sprungur. Hinn 15. júlí sagði Sigurjón útfall vera myndað vestur á sandi, alllangt vestan Skeiðarár, vatn írá því svipað Skeiðará í sumarvexti og féll til Skeiðar- ár. Aðfaranótt hins 16. slitnaði simasambandið við Öræfi. Laugardaginn 17. júlí fór ég enn í könnunarflug í flugvél, sem flogið var af Agnari Ivofoed-Hansen, flugvallastjóra. Veður var bjart suðvestanlands en lágskýjað, er kom austur í Skaftafellssýslu. Flogið var austur með Skeiðarárjökulsröndinni um kl. 17:00. Nokkur jakaburður var í Sandgígjukvísl, og féll til henn- ar vatn úr þrem útföllum a. m. k., og var hið austasta þeirra mest og virtist nokkuð álíka um vatnsmagn og útfall það, er myndaðist á aust- ursandinum hinn 15. Hið vestasta og minnsta var vestan við Sandgígjukvísl. I Skeiðará var allmikill jakaburður, og hafði hún enn vaxið mikið. Ekki var mögulegt að fljúga til Gríms- vatna. Hinn 19. júlí ílugum við Sverrir Scheving Thorsteinsson til Hornafjarðar í Gunnfaxa. Flugstjóri var Björn Guðmundsson. Flogið var yfir Vatnajökul, og lá skýjahula yfir, en smágöt á henni yfir Grímsvötnunum. Virtist svo sem eittlivað hefði sigið þar síðan 14. júlí, en erfitt var að glöggva sig á því. Á leið frá Hornafirði til Fagurhólsmýrar flaug flugvélin sveig inn að Skeiðarárjökli. Var greinilegt, að hlaupið í Skeiðará var byrjað að réna, þó ekki að ráði, en engin merki þess, að farið væri að minnka í Sandgígjukvísl, en þar hafði vatn aukizt stór- lega síðan þann 17. Upplýsti Sigurjón, að Skeið- ará hefði náð hámarki að morgni sunnudagsins 18. júlí, en breytzt lítið þann dag og næstu nótt. Jöklafýla var megn á Hornafirði þann 17. og hafði einnig fundizt austur á Djúpa- vogi. Þessa dagana barst og jöklafýla vestur um land, og fannst hún greinilega í Reykjavík og jafnvel vestur á Þingeyri. Yfir hlaupinu liið efra lá þessa dagana bláleit rnóða, og lagði hana einkum inn í Morsárdal. Hinn 18. júlí fundu Kvískerjabræður dattða fugla á botni Morsárdals við Skoragil, þar sem Skeiðará lónaði inn með brekkunum. Lágu þar dauðir á litlu svæði lómur, rjúpa, kjói og gulendur tvær, en einn kjói hálfdauður. Sigurjón varð þess var 19. júlí, að þrastasöngur var að hljóðna í skógar- hlíðunum utan við Bæjarstaðarskóg,og þar fund- um við dauða þresti og hálfdauða 20. júlí. Hef ég það eftir Sigurði Björnssyni á Kvískerjum, að áberandi lítið hafi verið um fuglalíf í allri innsveitinni, það sem el'tir var sumarsins. Brezkum stúdentum, sem dvöldust í tjiildum í Bæjarstaðaskógi, súrnaði mjög sjáldur í aug- um þessa daga og varð þeim ómótt, en ckki til varanlegs meins. Meðfram Skal'tafellsbrekk- um sölnaði að mestu allur gróður upp í 2—3 m hæð yfir hæsta vatnsborð hlaupsins, og sá á birki í um 20 m hæð yfir vatnsborð, en þó lét reynir- inn mest á sjá. I bæjargilinu í Skaftafelli og víðar nærri lilaupinu, voru öll blöð á reynitrjánum orðin gulbrún og skorpin hinn 20. júlí og duttu síðar af trjánum að mestu. I Svínafelli sölnuðu 35

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.