Jökull


Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 38

Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 38
! iiii Skeiðará séð úr lofti h. 17. julí kl. 17:00. Hlaup- ið að nálgast hámark. — 17/7 1954. The hlaup near ils maximum. Photo S. Þórarinsson. og blöð á reynitrjám, og mátti aðeins sjá merki sölnunar á reyni í Sandfelli. I þessu sambandi er þess að minnast, að í frá- sögn af Skeiðarárhlaupinu mikla í maílok 1861 er þess getið, að „svo var pestin mikil úr lilaup- inu, að allir fuglar dóu, sem í nánd voru, og var svo mikið fiður af þeim, að fjórðungum skipti; það voru helzt endur, gæsir, lóur, spóar og kjóar“ (Norðanfari I, bls. 63). Og Arn- grímur ábóti á Þingeyrum, d. 1361, segir svo í lýsingu þeirri af Islandi, sem er í sögu hans af Guðmundi biskupi góða: „Á sjánum liggja þeir hafísar, at með sínum ofvægilegum vexti taka þeir at fylla norðrhöfin, en yfir háfjöll landsins svá úbræðiligir jöklar með yfirvættis hæð ok vidd, at þeim mun útrúligt þykkja, sem fjærri eru fæddir. Undan þeim fjalljöklum fellr með atburð stríðr straumr með frábærum flaum ok fúlasta fnyk, svá at þar af deyja fuglar í lopti en menn á jörðu eðr kvikvendi“ (Biskupasögur II, 1878, bls. 5). Virðist mér lítill vafi á því, að það, sem Arngrímur segir um fuglana, er bvggt á atburðum sams konar og þeim, er í sumar gerðust. Meðan hlaupið stóð sem hæst, dvaldist Vigfús Sigurgeirsson, Ijósmyndari, við kvikmyndatöku í Skaftafelli á vegum Skaftfellingafélagsins, og þýzk kona, Helga Fietz, var þar einnig við myndatöku. Hinn 19. fórum við Sverrir að Skaftafelli og næsta dag inn að jökli ásamt Sigurjóni, en til Fagurliólsmýrar fórum við þrír þá um kvöldið. Var Skeiðará þá farin að réna verulega, en ekki var hlaupvöxtur úr henni, samkvæmt upplýsing- um Sigurjóns, fyrr en í júlílok. Síðasta flugferðin yfir hlaupið og Grímsvötn var farin miðvikudaginn 21. júlí, er Björn Páls- son sótti mig til Fagurhólsmýrar í flugvél sinni, og voru þá í för með honum Jón Eyþórsson og prófessor Arne Noe-Nygaard frá Kaupmanna- höfn. Flogið var frá Fagurhólsmýri um kl. 14,30 vestur með jaðri Skeiðarárjökuls og norður um Grænalón til Grímsvatna. Töldust mér útföllin undan Skeiðarárjökli hafa orðið alls 10, þar af tvö vestan Sandgígjukvíslar, fimm milli hennar og „Háöldu“ er féllu til Sandgígjukvíslar, en þrjú höfðu afrennsli til Skeiðarár og útfall Skeiðarár sjálfrar þeirra miklu mest. Enn lá skýjahula yfir Ivverkfjallahrygg og suður fyrir Grímsfjall, en göt voru á, og niður um eitt þeirra komst Björn með flugvélina, og gaf þá á að líta, að geysimiklar breytingar höfðu orðið í Grímsvatnalægðinni. Var jökull þar ferlega sprunginn og mjög siginn, en sums staðar regindjúp ketilsig niður í ísinn. Verður þessu nánar lýst í næsta hefti Jökuls, og í því hefti mun Sigurjón Rist einnig gera grein fyrir mæl- ingum sínum á hlaupinu, en hann dvaldist aft- ur eystra dagana 16,—21. október, og mældi þá farvegi hlaupsins á sandinum og athugaði iit- föllin. Þess er og að geta, að hinn 15. september fór Ágúst Biiðvarsson, landmælingamaður, í 36

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.