Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 40
Fleygsprungnanet á Sprengisandi
Þegar horft er úr lofti eða af háum sjónar-
hól yfir flatlendi snms staðar á heimskauta-
svæðunum, t. d. nyrzt í Sibiríu sést, að landinu
er öllu skipt í reglulega reiti, flesta ferhyrnda,
en suma fimm- eða sexhyrnda (Sbr. 1. mynd.)
Þvermál reitanna er 10—100 m, en algengast
þvermál 15—20 m. Við nánari athugun kemur í
ljós, að reitirnir takmarkast af sprungum, sem
eru frá nokkrum desímetrum upp i 2—3 m á
breidd og 1—10 m djúpar. Þær eru V-myndað-
ar í þversniði, og á vetrum fyllast þær klaka.
Nefnast þær á þýzku Eiskeilspalten, á ensku
ice-wedges, og mætti nefna þær fleygsprungur
á islenzku til aðgreiningar frá venjulegum frost-
sprungum eða frostbrestum. Raunar eru þess-
ar fleygsprungur á fyrsta stigi til orðnar sem
frostbrestir í jarðvegi, vegna samdráttar fros-
ins jarðvegs, ef kuldinn fer langt niður fyrir
frostmark, en sá samdráttur getur numið nokkr-
um millímetrum á hverja 10 m, ef hiti fer úr
0 niður í 20 mínusgráður. Komist síðan vatn í
sprungurnar og frjósi, víkka þær. Fari klaki
ekki úr jörðu yfir sumarið, stenclur vatn meira
1. mynd. Fleygsprungnanet á Taimvrskaga í
Sibiríu, séð úr loftfarinu Graf Zeppelin. Möskva-
breidd um 20 m. — Fig. 1. Net of ice-wedges
in Taimyr peninsula. Diam. of squares ab. 20 m.
Aerial photo from„ Graf Zeppelin"(From Troll).
eða minna hátt í sprungunum yfir sumarið
og frýs þar að liausti. Gangi svo aftur í frost-
hörkur, brestur jarðvegurinn að nýju og þá
venjulega á mótum jarðvegs og klakafleygsins
í sprungunni, þvi að þar er veikast fyrir. Við það
víkkar sprungan, og þannig getur þetta haldið
áfram ár eftir ár. Ástæðan til þess að fleyg-
sprungurnar mynda oft tiltölulega regíulega
hyrninga, er sú sama og velclur því, að blágrýti
dregst stundum saman í reglulega stuðla við
storknun, eða leirflög mynda stundum reglulegt
sprungnanet við þornun. Verður fleygsprungna-
netið því reglulegra sem jarðvegurinn er jafn-
grófari, og því sléttara sem yfirborð og undir-
lag hans er. Skilyrði er og, að jarðvegur sé mjög
rakur, en á sléttlendi, þar sem klaki aldrei
fer úr jörðu og lag það, sem þiðnar, er jafn-
gróft, er þessum skilyrðum bezt fullnægt. I
fræðibókum er fleygsprungnanetið talið ein-
kenni hánorrænna svæða og því haldið fram, að
það sé ekki að finna utan slikra svæða. I nýút-
kominni handbók í freðjarðvegsfræði (cryo-
pedologi) eftir Frakkann A. Cailleux, sem dval-
izt hefur við rannsóknir liér á landi, er þess
getið, að fleygsprungnanet sé að finna, utan
Norður-Síberíu, á Novaja Semlja og á norður-
strönd Alaska. Þau eru sögð koma fyrir á Sval-
barða og á einum stað í Grænlancli, nálægt
eynni Diskó. Þess er og að geta, að í Mið-Evrópu
má víða finna í jarðvegi „fossílar" fleygsprung-
ur, sem fyllzt hafa af möl eða foksandi og
þannig varðveitzt síðan á ísöld. Veita þær
mikilsverðar upplýsingar um loftslagið í þann
tíma, en fræðimenn halda því frarn, að fleyg-
sprungur myndist aðeins í meginlandsloftslagi,
þar sem meðalhiti árs sé undir 5 mínusgráðum.
Þann 26. ágúst 1954 fór ég norður yfir
Sprengisand í sjúkraflugvél Björns Pálssonar.
Björn flaug lágt, og var margt merkilegt að
skoða á jörðinni niðri. Flogið var upp með
Þjórsá allt norður að Hreysiskvísl, en þaðan
til norðausturs rét norðan kvíslarinnar í stefnu
á Tómasarhaga. Þegar komið var alllangt
norðaustur með kvíslinni og í um 750 m hæð,
veitti ég því eftirtekt, að niður undan vélinni
var stór, flatur melur, sem var ákaflega reglulega
mvnztraður af gulum beinum línum, sem mvnd
38