Jökull


Jökull - 01.12.1954, Side 42

Jökull - 01.12.1954, Side 42
Úr bréfum (LETTERS TO THE EDITOR) JÖKULSPRUNGA Á ÓFEIGSFJARÐARHEIÐI. Sundastræti 41, ísafirði, 23. sept. 1933. Eg, Þórður Kristjánsson, og Ólafur á Folafæti, bróðir minn, lögðum upp frá bænum Hraundal þ. 18. þ. m. á Ófeigsfjarðarheiði. Er við höfðum gengið fram hjá 9 vörðum frá dalbrún, komum við að tjörn, og var lítið brot af skafli við norður endann (sá eini, sem augað eygði alla leið). Við gengum með skaflinum sem var snjall í kant- inn, og sáum þar beinagrind af hrossi, sem hékk saman á sinum, en hófar leystir frá (og flatar skeifur undir). Skinnflyksur voru á hálsi, er sýndu, að hesturinn hafði verið grár að lit. Er við komum í Ófeigsfjörð, sagði Pétur bóndi okkar, að þetta mundi vera leifar af hesti, sem Ólafur Thorarensen í Reykjarfirði missti í jökulsprungu fyrir. 30 árum, er hann var á ferð yfir Ófeigsfjarðarheiði að haustlagi.' Svo áttum við leið um Reykjarfjörð, hittum Ólaf, og stóð allt heima, einnig litur hestsins. Ólafur kvað sprunguna hafa verið á fjórðu mannhæð og engin ráð að ná hestinum sakir þrengsla, svo að hann varð að svæfa hann þar. Nú er syðri barmur sprungunnar horfinn, en hinn er knöpp mannhæð. Þórður Kristjánsson. SKJALDFÖNN. (Frá Aðalsteini Jóhannssyni, Slijaldjönn). Skjaldfönnin dugði ekki að þessu sinni nema til 31. ágúst, og fór nú síðast úr lækjarbakkan- um, enda mest þykkt á vetrarsnjónum þar. — I sumar hvarf ])ví nær allur snjór hér fyrir neð- an brúnir í dalnum. Þó held ég, að dílar hafi verið eftir hér í brúninni við Seljá og Hvann- skógargil, þegar snjóa tók í haust, en það var 18. sept. að mig minnir. Tíðarfar þessa síðasta árs liefur verið tölu- vert einkennilegt: Hlýindi, þegar von er kuldda, en svo eiginlega kalt, þegar hlýjast á að vera. Hér má nú (7. des. 1954) heita auð jörð, aðeins föl, en hart frost síðustu daga, mest í dag 14°. BREIÐÁ SKIPTIR UM FARVEG. (Frá Flosa Björnssyni, Kvískerjum). 31io ’54. Það bar til tíðinda í júní-byrjun, að Breiðá hvarf úr farvegi sínum og féll vestur i Fjallsá, bak við öldurnar. Rennur úr lón- inu (við vestustu rák) gegnum dálítið jökulhaft, sem nú er þó að mestu brotið niður. Hefur því verið ferjað yfir ána við Fitjarnar í stað þess að fara um Breiðárós. Vegna þess að Breiðá hefur breytt sér þannig, varð ég að nota þríhyrninga- mælingu frá jökulmerki við vestustu rák og einnig við Esjufjallarák. Mér virtist í liaust við lauslega mælingu, að Breiðárlón hafi lækkað um 2^—3 metra. Eina dýptarmælingu gerðum við í haust á Jökulsárlóni og þá heldur vestan til. Reyndist dýpið 60 m. RANNSÓKNIR Á TINDFJALLAJÖKLI. Sumarið 1954 dvöldust átta stúdentar frá Dur- ham háskóla um tveggja mánaða skeið við rann- sóknir á Tindfjallajökli. Mældu þeir snjóleys- ingu á mörgum stöðum, gerðu veðurathuganir o. s. frv. M. a. mældu þeir nokkur snið þvert yfir jökul á sömu stöðum og á sama hátt og árið áður. Virðist yfirborð hájökulsins yfirleitt hafa lækkað nokkuð víðast hvar. Athugað var hreyf- ing eða skrið syðri jökultungunnar í Austurdal, en reyndist aðeins iirfáir sentimetrar á h. u. b. tveim mánuðum. í Heklugosinu 1947 hefur allmikið af vikri fallið á skriðjökulinn í Austurdal, og dregur það mjög úr leysingu á jökulísnum undir vikur- laginu. Jón Eyþórsson. 40

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.