Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 43
Úr Vatnsdal. Ljósm. Skarph. Gíslason.
Útsýn af Sátn inn yfir Vatnsdal 14/io 1954. Til
vinstri á myndinni er Rótarfjall, en tindurinn
fyrir dalbotninum mun vera nafnlaus.
Vatnsdalshlaup
Norður af Heinabergi á Mýrum í A.-Skafta-
fellssýslu gengur Heinabergsdalur milli Geita-
kinnar og Heinabergsfjalla. Dalá heitir áin,
sem eftir dalnum rennur. Aður gekk Heina-
bergsjökull fyrir dalsmynnið, og myndaðist uppi-
staða eða lón innan við hann, kallað Dalvatn.
Vatnið var um tvo km á lengd og margra faðma
djúpt. Nú er jökulstíflan bráðnuð og Dalvatn
horfið, en áin hefur grafið sér farveg í leirinn
í vatnsbotninum og síðan suðvestur með jökli
milli Geitakinnar og Hafrafells og fellur í Ivol-
grímu austan við túnið á Skálaielli.
Vatnsdalur er norðan við endann á Geitakinn.
Innst í honum var hykljúpt lón, sem Heina-
bérgsjökull stíflaði, þar sem hann liggur upp að
Geitakinn. Fram undir síðustu aldamót var
jökullinn svo þykkur og vatnsborð svo hátt í lón-
inu, að það hafði jafnt afrennsli um skarðið
milli Geitakinnar og Heinabergsfjalla og niður
í botn Heinabergsdals í Dalá.
Þannig hafði þetta jafnan verið í rnanna-
minnum fram á árið 1898. Þá hafði lækkað svo
í Vatnsdalslóninu, að afrennslið yfir skarðið í
Heinabergsdal hætti. í nóvembermánuði þetta
ár liófust hin nafntoguðu Vatnsdalshlaup, sem
síðan hafa komið á hverju sumri þangað til
sumarið 1954. Síðasta Vatnsdalshlaup varð 15.—
17. ág. 1953 og stóð aðeins í tvo sólarhringa, en
vanalega stóðu hlaupin yfir í lieila viku og einu
sinni í hálfan mánuð.
í októbermán. 1954 fór sá, er þetta ritar inn
að Vatnsdal til þess að athuga staðhætti. Nú er
Vatnsdalslón orðið lítið um sig og á að gizka
10—12 m á dýpt, en dýpst mun það hafa verið
60—80 m, um það bil er hlaupin hófust. Síðan
hefur jökulstíflan í dalnum farið smálækkandi
og vatnsmagnið í lóninu jafnframt minnkað.
Nú virðist vera orðið jafnt rennsli úr lóninu
undir jökulinn, og því mun ekki þurfa að ótt-
ast nein teljandi Vatnsdalshlaup héðan af, —
nema jökullinn bólgni upp og jökulstíflan hækki
á nýjan leik.
Hlaupvatnið úr Vatnsdal lagðist einkum í
Fskeyjarkvísl og Hellishultsvatn og olli miklu
landbroti. Það eyðilagði góðar engjar frá Heina-
bergi, svo að sú jörð fór í eyði. Einnig eyði-
lögðust engjar frá Selbakka og Odda á Mýrum.
Þá hafa og Vatnsdalshlaup skemmt engjar frá
Flatey, Bakka og mörgurn fleiri jörðum þar í
grennd.
Vagnsstöðum 19. okt. 1954.
Skarphéðinn Gíslason.
Dr. Sigurður Þórarinsson skoðaði Vatnsdal
sumarið 1938 og hefur lýst staðháttum og
hlaupum ýtarlega í Geografiska Annaler 1939:
The ice dammed lakes of Iceland. — Ofanrituð
grein Skarphéðins er merk heimild til viðbótar.
Ritstj.
Myndin er tekin fremst úr Geitakinn, og sér
til suðvesturs yfir nýja lónið framan við Heina-
bergsjökul. Dalá rennur austast i lónið. — Þar
sem lónið er nu, var vist um 20 m þykkur jökull
haustið 1948, og hefur hann hopað um á að
gizka 200 m. Skarph. Gíslason ljósm. 14/o 1954.
41