Jökull


Jökull - 01.12.1956, Síða 34

Jökull - 01.12.1956, Síða 34
HRAUNDRANGI í ÖXNADAL var klifinn í fyrsta sinn sunnudaginn 5. ágúst 1956. Sigurður, Nikulás, Finnur. Þátttakendur voru Nicholas Clinch, Finnur Eyjólfsson og Sigurður Waage. ÞaS mun hafa verið dr. Sigurður Þórarinsson, sem benti okkur á Dranginn og taldi hann hæfilegt viðfangsefni vönum fjallgöngumönn- um, sem hafa tækni og áhöld til þess að glíma við tinda, sem til þessa hafa verið talclir ókleifir. Fórum við flugleiðis með F.í. á laugardegi. Flogið var rétt yfir Hraundranginn, sem var hreint ekki árennilegur á að líta, og leizt okkur ekki á blikuna. A Akureyri nutum við góðrar aðstoðar Tryggva Þorsteinssonar skátaforingja, sem útvegaði okkur 3 góða hjálparmenn úr Flug- björgunarsveitinni þar. Lagt var af stað frá Akureyri kl. 8 á sunnu- dagsmorguninn og ekið sem leið liggur að Hrauni. Var þegar lagt af stað á fjallið, og tók ferðin upp að tindinum 3 klst. Urðu Akureyr ingarnir þar eftir til að vera til taks, ef eitthvað kæmi fyrir. Var nú allur útbúnaður tekinn í notkun, nýlonlínur, fleygar og lásar. Einnig not- uðum við litla stiga, sem búnir eru til úr grönnu nýloni. 32 Frarn undan var 80 metra þverhníptur tind- ur. Fyrsti maður lagði af stað á tindinn kl. 12,30 og var það fjallgöngumaðurinn Nicholas Clinch. Urðum við að beita ýtrustu varkárni, og oft tók okkur langan tíma að taka eitt skref. Eitt sinn í miðjum tindinum var beðið í hálfa klst. 'í sama farinu á þverhníptum klettinum, á með- an Clinch var að þreifa fyrir sér, hvar hann ætti að festa næsta fleyg. I 15 skipti urðum við að grípa til þeirra, og tók oft langan tíma að festa þá inn í bergið, þar sem fyrst þurfti að ryðja burt mosa og lausagrjóti, áður en komið var niður í fast berg. Urðum við að leita fóta- og handfestu með mestu gætni og færa okkur eitt og eitt skref í senn, meðan hinir veittu aðstoð og tryggðu eftir þörfum, að ekki hlytist slys, þótt steinnibba, sem staðið væri á, losnaði skyndilega. Fyrsti maður kom á tindinn kl. 6,30, en hinn síðasti klukkustund síðar. Flöturinn, sem liægt var að fóta sig á, þegar upp kom, var innan við hálfan fermetra. Dvöldumst við á tindinum nokkra stund og nutum jtar hvíldar og útsýnis yfir skýin. Eftir 15 mínútna hvild lögðum við af stað niður. Það tók okkur 3 klst. að síga nið- ur, og þurfti ekki síður að beita ýtrustu vai kárni til að komast heilu og höldnu þá leiðina. Ekki var talazt við nema það allra nauðsyn- legasta, því að ekki veitti af að beina allri at- hygli að örygginu, sem varð að sitja í fyrirrúmi. Niður að Hrauni var komið kl. um 12 á mið- nætti eftir ánægjulegt og eftirminnanlegt ævin- týri. Innan skamms kom bíll, sem é)k okkur til Akureyrar, og var komið þangað kl. 2 um nótt- ina. Sigurður S. Waage. NÝ LEIÐ Á EYJAFJALLAJÖKUL Norður úr eldgígnum á Eyjafjallajökli fellur skriðjökull í bröttum fossi niður á jafnsléttu. Blasir hann við úr Fljótshlíð og er bæði sprung- inn og úfinn. Það hafði lengi verið áhugamál okkar félaga að fara upp þennan jökulfoss, skemmstu leið á hátind Eyjafjallajökuls. Nú kynntumst við í sumar, sem leið, reyndum fjallgöngumanni bandarískum, Nicholas Clinch að nafni, en við köllum hann alltaf blátt áfram Nikulás. Hann hafði klifið háfjöll í Peru og British Col- umbia, og með okkur hafði hann farið um

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.