Jökull


Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 34

Jökull - 01.12.1956, Blaðsíða 34
HRAUNDRANGI í ÖXNADAL var klifinn í fyrsta sinn sunnudaginn 5. ágúst 1956. Sigurður, Nikulás, Finnur. Þátttakendur voru Nicholas Clinch, Finnur Eyjólfsson og Sigurður Waage. ÞaS mun hafa verið dr. Sigurður Þórarinsson, sem benti okkur á Dranginn og taldi hann hæfilegt viðfangsefni vönum fjallgöngumönn- um, sem hafa tækni og áhöld til þess að glíma við tinda, sem til þessa hafa verið talclir ókleifir. Fórum við flugleiðis með F.í. á laugardegi. Flogið var rétt yfir Hraundranginn, sem var hreint ekki árennilegur á að líta, og leizt okkur ekki á blikuna. A Akureyri nutum við góðrar aðstoðar Tryggva Þorsteinssonar skátaforingja, sem útvegaði okkur 3 góða hjálparmenn úr Flug- björgunarsveitinni þar. Lagt var af stað frá Akureyri kl. 8 á sunnu- dagsmorguninn og ekið sem leið liggur að Hrauni. Var þegar lagt af stað á fjallið, og tók ferðin upp að tindinum 3 klst. Urðu Akureyr ingarnir þar eftir til að vera til taks, ef eitthvað kæmi fyrir. Var nú allur útbúnaður tekinn í notkun, nýlonlínur, fleygar og lásar. Einnig not- uðum við litla stiga, sem búnir eru til úr grönnu nýloni. 32 Frarn undan var 80 metra þverhníptur tind- ur. Fyrsti maður lagði af stað á tindinn kl. 12,30 og var það fjallgöngumaðurinn Nicholas Clinch. Urðum við að beita ýtrustu varkárni, og oft tók okkur langan tíma að taka eitt skref. Eitt sinn í miðjum tindinum var beðið í hálfa klst. 'í sama farinu á þverhníptum klettinum, á með- an Clinch var að þreifa fyrir sér, hvar hann ætti að festa næsta fleyg. I 15 skipti urðum við að grípa til þeirra, og tók oft langan tíma að festa þá inn í bergið, þar sem fyrst þurfti að ryðja burt mosa og lausagrjóti, áður en komið var niður í fast berg. Urðum við að leita fóta- og handfestu með mestu gætni og færa okkur eitt og eitt skref í senn, meðan hinir veittu aðstoð og tryggðu eftir þörfum, að ekki hlytist slys, þótt steinnibba, sem staðið væri á, losnaði skyndilega. Fyrsti maður kom á tindinn kl. 6,30, en hinn síðasti klukkustund síðar. Flöturinn, sem liægt var að fóta sig á, þegar upp kom, var innan við hálfan fermetra. Dvöldumst við á tindinum nokkra stund og nutum jtar hvíldar og útsýnis yfir skýin. Eftir 15 mínútna hvild lögðum við af stað niður. Það tók okkur 3 klst. að síga nið- ur, og þurfti ekki síður að beita ýtrustu vai kárni til að komast heilu og höldnu þá leiðina. Ekki var talazt við nema það allra nauðsyn- legasta, því að ekki veitti af að beina allri at- hygli að örygginu, sem varð að sitja í fyrirrúmi. Niður að Hrauni var komið kl. um 12 á mið- nætti eftir ánægjulegt og eftirminnanlegt ævin- týri. Innan skamms kom bíll, sem é)k okkur til Akureyrar, og var komið þangað kl. 2 um nótt- ina. Sigurður S. Waage. NÝ LEIÐ Á EYJAFJALLAJÖKUL Norður úr eldgígnum á Eyjafjallajökli fellur skriðjökull í bröttum fossi niður á jafnsléttu. Blasir hann við úr Fljótshlíð og er bæði sprung- inn og úfinn. Það hafði lengi verið áhugamál okkar félaga að fara upp þennan jökulfoss, skemmstu leið á hátind Eyjafjallajökuls. Nú kynntumst við í sumar, sem leið, reyndum fjallgöngumanni bandarískum, Nicholas Clinch að nafni, en við köllum hann alltaf blátt áfram Nikulás. Hann hafði klifið háfjöll í Peru og British Col- umbia, og með okkur hafði hann farið um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.