Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1967, Qupperneq 64

Jökull - 01.12.1967, Qupperneq 64
veiðiskap ókunnra manna.“ Sá hluti lýsingar Sveins á Stórasjó, sem hefur verið skáletraður, kemur í öllum atriðum mjög vel heim við staðhætti og landslag austan undir Snjóöldu- fjallgarði. Hinn hátt gnæfandi keilumyndaði tindur, sem hann getur um, að sé við norður- enda vatnsins og ef til vill sé í Hágöngum, er að öllum líkindum Syðri-Kerling, sem blasir við þegar horft er til norðausturs eftir Tungnaár- lægðinni, sjá Mynd 2. Hágöngur eru í rúm- lega 20 km fjarlægð til norðvesturs frá Kerl- ingum, og verður jiað að teljast góð ágizkun hjá Sveini að setja Hágöngur og Kerlingar í samband hvorar við aðrar. Seinni hluti lýsing- ar Sveins, þar sem hann talar um afstöðuna til Stóra-Fossvatns og Grænavatns, á hins vegar betur við um Litlasjó. Nú á dögum eru einungis nokkur lítil stöðu- vötn í Tungnaárlægðinni og mundi sjálfsagt engum koma til hugar að kalla þau Stórasjó. Haustið 1966 var boruð sýnishornahola í Tungnaárlægðinni, móts við mynni Lónakvísl- ar, til þess að kanna setlög þar. Sýnishornin voru rannsökuð ýtarlega og sjást niðurstöður þeirra rannsókna á Myndum 3 og 4. Rannsókn- irnar leiddu í ljós, að þarna var stöðuvatn fram til ársins 1783, er það fylltist af vikri úr Laka- gosinu. Kisilþörungar fundust í sýnishornunum og bendir það til þess, að stöðuvatnið hafi ekki verið mengað jökulvatni og því mjög líklegt, að í því hafi verið staðbundinn silungur og veiði verið stunduð þar. Fundizt hafa kofatættur í Snjóöldufjallgarði á bakka Tungnaár, sjá Mynd 1. Gísli Gestsson safnvörður og fleiri rannsökuðu tættur þessar. Rannsóknin leiddi í ljós, að þeir, sem bjuggu í kofum þessum, stunduðu veiðiskap. Gísli dró þá ályktun vegna staðsetningar kofanna fjarri öllum vötnum, að um útilegumannakofa væri að ræða, en ef tekið er tillit til Jress, sem nú er vitað, að kofarnir stóðu á bakka stöðuvatns, verður að teljast allt eins líklegt, að um kofa byggðamanna sé að ræða. En hverjir, sem veiði- mennirnir voru, þá áttu þeir skammt til fanga. Athuganir á jarðvegi í kofunum benda til j^ess, að hætt hafi verið að nota þá ekki slðar en um aldamótin 1600 og er sennilegt, að það standi í sambandi við það, að Tungnaá varð að jökulsá og veiðin í stöðuvatninu, sem hún rann i gegnum, hafi minnkað til muna eða þorrið algerlega. Við höfum nefnt þetta horfna vatn Stóra- sjó, þar sem við teljum flest rök benda til þess, að hér sé um hinn liorfna Stórasjó að ræða. A síðari hluta 19. aldar virðist Langisjór hafa verið algerlega óþekktur, jafnvel í þeim sveitum, sem næst honum liggja. Elzta heimild um hann frá 19. öld er „Fréttir' í Isafold árið 1878. Þorvaldur Thoroddsen kom að Langasjó árið 1889 og 1893. Hann gaf vatninu nafnið Langisjór. Kortin á Mynd 7 sýna helztu breytingar, sem orðið hafa við norðausturenda Langasjóar frá árinu 1889 og fram til ársins 1966. Mynd 7A sýnir aðstæður árið 1889 eftir lýsingu Þorvald- ar Thoroddsen. Mynd 7B sýnir aðstæður árið 1937 eftir korti og flugljósmynd. Mynd 7C sýnir aðstæður árið 1946 eftir korti og flugljósmynd 6A. Mynd 7D sýnir aðstæður árin 1960 og 1966 eftir flugljósmynd 6B og eigin athugun- um á staðnum. Við Langasjó eru tvær greinilegar strandlín- ur, sem auðvelt er að fylgja umhverfis vatnið. Efri strandlínan er í 668.9 m y. s. eða rúmum 6 m yfir vatnsborði árið 1959, en hæð neðri strandlínunnar er um 667 m y. s. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur stund- aði rannsóknir við Langasjó á árunum 1956 og 1957. Hann áleit strandlínurnar myndaðar þannig, að jökull hefði gengið upp að norð- austurhlíðum Fögrufjalla og e. t. v. lokað út- rennsli Langasjóar þar. Hækkaði þá í vatninu og núverandi Utfall myndaðist. Við erurn Guð- niundi ICjartanssyni sammála um orsakirnar fyrir myndun strandlínanna, en teljum hins vegar, að allar breytingar við Langasjó hafi tekið mun skemmri tíma heldur en hann gerir ráð fyrir í grein sinni um Langasjó. Helztu rökin fyrir því eru: 1) Strandlínurnar við Langasjó eru myndaðar í vikur frá Lakagosinu 1783 og hljóta þess vegna að vera yngri en það. 2) Hinn hraði vöxtur lands við norð- austurenda vatnsins, sem staðfestur er á kort- um og loftljósmyndum, hefur að langmestu leyti átt sér stað á þessari öld. 3) Útfallið hef- ur, eftir heimildum að dæma, myndazt á tíma- bilinu frá 1878—1895. Við álítum þess vegna, að jökullinn hafi ekki gengið upp að Fögru- fjöllum fyrr en á seinni hluta 19. aldar. Fyrir þann tíma hefur Langisjór annaðhvort haft af- rennsli milli jökulsins og Fögrufjalla eða verið afrennslislaus. 298 JÖKULL 17. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.