Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 26

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 26
Snjóflóð og snjóflóðahætta á íslandi ÓLAFUR JÓNSSON, AKUREYRI SIGURJÓN RIST, ORKUSTOFNUN, REYKJAVIK I. Inngangsorð Tilgangur þessarar greinar er fjórþættur: 1) Birta snjóflóðaannál 1958—71. 2) Sýna á Islandskortum aðalsnjóflóðasvæðin. 3) Minna ráðamenn verklegra framkvæmda á snjóflóðahættuna. 4) Stuðla að skipulegri gagnasöfnun um snjó- flóð. Liðin eru 71 ár af 20. öldinni og tala þeirra, sem farizt hafa í snjóflóðum hér á landi síðan um aklamót, er eitt hundrað, eða nánar til tekið 101 (Mynd 4). Á Vestfjörðum hafa farizt 49, á Norðurlandi 37, á Austurlandi 10 og í Skafta- féllssýslum 5. Dánarhlutföllin gefa vísbendingu um, hvar snjóflóðahættan er mest. Þau eru þó hvergi nærri einhlítur mælikvarði. Sé Mynd 3 athuguð, sést, að snjóflóðin hafa leikið Aust- firði hart á öldinni, sem leið. En hvert stefnir nú? Ef líta skal til framtíðarinnar, verður að taka tillit til breyttrar bi'isetu og gjörólíkrar ferðatækni. Lögð eru af dalabýli, sem kröfðust fórna. Lagðir eru af viðsjálir fjallvegir, en byggðin og umferðin hafa færzt inn á ný svæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, hvar hættur leynast, og það, áður en sporið er stigið fram. Auk mannslífa tapast hér á landi mikil eigna- verðmæti i snjóflóðum. Fyrr á öldum voru það bæir og búsmali, uppsátursbátar og hjallar, sem snjóflóðin grönduðu eða löskuðu að meira eða minna leyti. Á þessari öld hafa bætzt í lestina heilar verksmiðjur, nokkrir tugir íbúðarhúsa, sum ný. Þá hafa síma- og raflínur verið í vegi snjóflóða, einkum símalínur eða alls 40 til 50 sinnum. Venjulegast eru það 2 til 3 staurar, sem brotna í spón í einu og sama snjóflóðinu, en hafa þó komizt upp í 40 talsins. Þá hafa 24 JÖKULL 21. ÁR bifreiðar lagzt saman og tortímzt og sömuleiðis dráttarvélar. Með stækkun vegakerfisins verða vegahindranir af völdum snjóflóða meira og rneira áberandi. Snjóflóðahættan vofir yfir skíðafólki og öðrum, sem njóta útilifs á vetrum. Islenzkar námsbækur segja fátt um snjóflóð. Þar er vart stafkrók að finna um þau, en það er varhugavert, því að áríðandi er, að ráðamenn verklegra framkvæmda kunni sem bezt skil á snjóflóðahættunni. Staðkunnugir heimamenn eru oft á tíðum of hlédrægir eða atkvæðalitlir til að hafa uppi ákveðin aðvörunarorð. Og svo eru snjóflóðin sömu lögmálum háð og stóru flóðin í ánum, langt árabil er á milli þeirra, þau falla því í gleymsku. Árið 1957 kom út á Akureyri verkið Skriðu- jöll og snjóflóð eftir Ólaf Jónsson. Snjóflóða- bindið er 556 blaðsíður í stóru broti. Þar skrif- ar Ólafur snjóflóðafræði, ræðir um björgun úr snjóflóðum og varnir gegn þeim. Hann skrifar ítarlegan snjóflóðaannál allt frá upphafi ís- landsbyggðar til ársloka 1957. Ólafur hélt. ann- álaritun sinni áfram, eftir að heildarverkið kom út, og hefur annállinn verið falaður til birtingar í Jökli. Kemur hér greinargerð og annáll Ólafs. Númer eru sett við snjóflóðin. Það er hag- kvæmt að hafa þau, þegar unnið er að stað- setningu og flokkun snjóflóðanna. Talið er frá upphafi aldarinnar. Næsta skref er að merkja snjóflóðastaðina inn á heildaryfirlitskort. Það er gert í Jökli hér á eftir. Stefna ber svo að því að teikna hlaup- rásir flóðanna á sérkort viðkomandi byggðar- lags. Á þann hátt koma hættustaðirnir skýrast fram og auðveldar það varúð, sem nauðsynleg er, þvi að snjóflóð munu halda áfram að falla án miskunnar. S. Rist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.