Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 28

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 28
þ. 27. janúar, rigndi og hefur hlaupið senni- lega orðið þá. (Nr. 247. Snjóflóð á Egilsstöðum, Fljótsdal. Heimild: Morgunblaðið 21. febrúar (J. P.).) I þorrabyrjun (24.) setti niður talsverðan snjó í Fljótsdal á Héraði, en undir lok janúar gerði hláku. Var mikil rigning aðfaranótt jt. 28. jan. og urðu þá víða snjó- og krapahlaup, bæði í Suður- og Norðurdal í Fljótsdal. Féll þá meðal annars allmikið krapahlaup hjá bænum Egils- stöðum í Norðurdal. Klofnaði það um hól upp af bænum og féll meginhluti þess utan bæjar- ins, tók túngirðinguna á nokkrum kafla og reif upp jarðfasta steina, er urðu á vegi þess. Fjallshlíðin var ákaflega svelluð undir snjónum og því mjög hál. Ekki er vitað, að þarna hafi orðið snjóflóð áður. (Nr. 248. Snjóflóð hjá bœnum Litlanesi, A,- fíarð. 9. marz 1958.) Vísur Júlíusar Sigurðssonar, Litlanesi, frá vetrinum 1958: Hálf var Góa gráleikin, grettin þróar harðindin, henti snjó á húskarl minn. Hann var nógu þaulsætinn. Heyrði að brast í klettakrá, kom í hasti snjóflóð þá, en kofinn fastur fyrir lá, fóru rastir niður í sjá. Greinilega er hér um snjóflóð að ræða. I bréfi, sem Júlíus skrifaði mér 20. júní 1958, segir hann nánar frá þessu: Litlanes stóð undir hamrabelti allháu og nið- ur frá hömrunum brekka brött. Upp í gegnum hamrana eru skörð á einum þrem stöðum. Bæjar- og gripahús stóðu niður undan þessum hömrum, en framan í þá safnast í fannavetr- um hengjur, er stundum springa fram skyndi- lega. Húskarl Júlíusar, Jón Thorberg, 85 ára gamall, hafði misst annan fótinn fyrir 55 árum og síðan gengið við gervifót, hafði kindur sín- ar um 20 talsins í kofa þarna á túninu. A önd- verðri góu hlóð niður snjó og setti hengjur í hamrana. Bar það þá við einn dag, er Jón gamli hafði gefið kindunum og var að yfirgefa 26 JÖKULL 21. ÁR kofann, að snjóflóð hljóp úr hömrunum, klofn- aði um húsið og hljóp síðan í sjó fram, en karl mun hafa orðið á milli rastanna og því sloppið nokkurn veginn við flóðið. (Nr. 249. Snjóflóð á Patreksfirði. Aðalheimild: Morgunblaðið 18. marz.) Þann 14. marz féll 700 m breitt snjóflóð úr fjallinu ofan við Urðir á Patreksfirði við út- jaðar byggðarinnar. Mikla hengju hafði gert þarna í fjallsbrúninni, sem er 300—400 m hæð, og sprakk hengjan fram. Flóðið sópaði með sér þremur bílskúrum, er stóðu þarna utanvert við kauptúnið, og voru eigendur þeirra: Þráinn Hjartarson, útgerðarmaður, Sigurður Guð- mundsson, bílstjóri, og Kristján Ólafsson, birgðavörður. Bílskúr Þráins var úr timbri. I lionum var nýr fjögurra manna fólksbíll og mikið af varningi. Skúrinn sópaðist alveg burtu og bifreiðin gereyðilagðist. Skúr Sigurðar var 20 m löng steinbygging með járnþaki. Tók flóðið 12 m af honum. Þar eyðilagðist nýuppgerð, þriggja tonna vörubifreið og kassar með raf- magnsvörum, sem Rafmagnsveitur ríkisins áttu. Skúr Kristjáns var járnvarin timburbygging. Flóðið hreif hana af grunni, og skemmdist þar 4 manna fólksbifreið. Þá reif það upp og braut alla rafleiðslustaura, sem urðu á vegi þess, þar á meðal leiðsluna til innsiglingarljósa hafnar- innar. Ennfremur skemmdist áhaldahús rikisins í Mikladal mikið og allar vörur, er í því voru. Þakið rifnaði af og húsið skekktist. Girðingar slitnuðu sundur, en lóðir og garðar stórskemmd- ust, þar sem flóðið náði til. Flóðið náði alveg að yzta húsinu í þorpinu, tveggja hæða byggingu, eign Kristins Jónsson- ar, útgerðarmanns, og Guðjóns Jóhannessonar, byggingameistara. Þar sprengdi það upp hurð að miðstöðvarklefa og fyllti liann af snjó. Einnig brauzt það inn i gang í íbúðinni á neðri hæð hússins, en þar sem þetta var i jaðri flóðsins urðu ekki teljandi skemmdir á húsinu, en olíugeymir utan húss rifnaði upp. Tveir menn sluppu þarna naumlega undan hlaupinu, annar inn í fyrr nefnt hús. Þetta er talið í þriðja sinn í tíð núlifandi manna, sem snjóflóð hafa orðið á þessurn stað. (Nr. 250. Snjóflóð i Önundarfirði. Heimild: Al- þýðublaðið. — Frétt frá Flateyri þ. 18. marz.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.