Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 28

Jökull - 01.12.1971, Page 28
þ. 27. janúar, rigndi og hefur hlaupið senni- lega orðið þá. (Nr. 247. Snjóflóð á Egilsstöðum, Fljótsdal. Heimild: Morgunblaðið 21. febrúar (J. P.).) I þorrabyrjun (24.) setti niður talsverðan snjó í Fljótsdal á Héraði, en undir lok janúar gerði hláku. Var mikil rigning aðfaranótt jt. 28. jan. og urðu þá víða snjó- og krapahlaup, bæði í Suður- og Norðurdal í Fljótsdal. Féll þá meðal annars allmikið krapahlaup hjá bænum Egils- stöðum í Norðurdal. Klofnaði það um hól upp af bænum og féll meginhluti þess utan bæjar- ins, tók túngirðinguna á nokkrum kafla og reif upp jarðfasta steina, er urðu á vegi þess. Fjallshlíðin var ákaflega svelluð undir snjónum og því mjög hál. Ekki er vitað, að þarna hafi orðið snjóflóð áður. (Nr. 248. Snjóflóð hjá bœnum Litlanesi, A,- fíarð. 9. marz 1958.) Vísur Júlíusar Sigurðssonar, Litlanesi, frá vetrinum 1958: Hálf var Góa gráleikin, grettin þróar harðindin, henti snjó á húskarl minn. Hann var nógu þaulsætinn. Heyrði að brast í klettakrá, kom í hasti snjóflóð þá, en kofinn fastur fyrir lá, fóru rastir niður í sjá. Greinilega er hér um snjóflóð að ræða. I bréfi, sem Júlíus skrifaði mér 20. júní 1958, segir hann nánar frá þessu: Litlanes stóð undir hamrabelti allháu og nið- ur frá hömrunum brekka brött. Upp í gegnum hamrana eru skörð á einum þrem stöðum. Bæjar- og gripahús stóðu niður undan þessum hömrum, en framan í þá safnast í fannavetr- um hengjur, er stundum springa fram skyndi- lega. Húskarl Júlíusar, Jón Thorberg, 85 ára gamall, hafði misst annan fótinn fyrir 55 árum og síðan gengið við gervifót, hafði kindur sín- ar um 20 talsins í kofa þarna á túninu. A önd- verðri góu hlóð niður snjó og setti hengjur í hamrana. Bar það þá við einn dag, er Jón gamli hafði gefið kindunum og var að yfirgefa 26 JÖKULL 21. ÁR kofann, að snjóflóð hljóp úr hömrunum, klofn- aði um húsið og hljóp síðan í sjó fram, en karl mun hafa orðið á milli rastanna og því sloppið nokkurn veginn við flóðið. (Nr. 249. Snjóflóð á Patreksfirði. Aðalheimild: Morgunblaðið 18. marz.) Þann 14. marz féll 700 m breitt snjóflóð úr fjallinu ofan við Urðir á Patreksfirði við út- jaðar byggðarinnar. Mikla hengju hafði gert þarna í fjallsbrúninni, sem er 300—400 m hæð, og sprakk hengjan fram. Flóðið sópaði með sér þremur bílskúrum, er stóðu þarna utanvert við kauptúnið, og voru eigendur þeirra: Þráinn Hjartarson, útgerðarmaður, Sigurður Guð- mundsson, bílstjóri, og Kristján Ólafsson, birgðavörður. Bílskúr Þráins var úr timbri. I lionum var nýr fjögurra manna fólksbíll og mikið af varningi. Skúrinn sópaðist alveg burtu og bifreiðin gereyðilagðist. Skúr Sigurðar var 20 m löng steinbygging með járnþaki. Tók flóðið 12 m af honum. Þar eyðilagðist nýuppgerð, þriggja tonna vörubifreið og kassar með raf- magnsvörum, sem Rafmagnsveitur ríkisins áttu. Skúr Kristjáns var járnvarin timburbygging. Flóðið hreif hana af grunni, og skemmdist þar 4 manna fólksbifreið. Þá reif það upp og braut alla rafleiðslustaura, sem urðu á vegi þess, þar á meðal leiðsluna til innsiglingarljósa hafnar- innar. Ennfremur skemmdist áhaldahús rikisins í Mikladal mikið og allar vörur, er í því voru. Þakið rifnaði af og húsið skekktist. Girðingar slitnuðu sundur, en lóðir og garðar stórskemmd- ust, þar sem flóðið náði til. Flóðið náði alveg að yzta húsinu í þorpinu, tveggja hæða byggingu, eign Kristins Jónsson- ar, útgerðarmanns, og Guðjóns Jóhannessonar, byggingameistara. Þar sprengdi það upp hurð að miðstöðvarklefa og fyllti liann af snjó. Einnig brauzt það inn i gang í íbúðinni á neðri hæð hússins, en þar sem þetta var i jaðri flóðsins urðu ekki teljandi skemmdir á húsinu, en olíugeymir utan húss rifnaði upp. Tveir menn sluppu þarna naumlega undan hlaupinu, annar inn í fyrr nefnt hús. Þetta er talið í þriðja sinn í tíð núlifandi manna, sem snjóflóð hafa orðið á þessurn stað. (Nr. 250. Snjóflóð i Önundarfirði. Heimild: Al- þýðublaðið. — Frétt frá Flateyri þ. 18. marz.)

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.