Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 29
Fimm hundruð metra breitt snjóflóð hljóp
utan við Flateyri líklega þ. 14. marz. Tók það
með sér allmikið af símastaurum og eyðilagði
girðingar á svæði þvi, er það fór yfir. Annað
snjóflóð hljóp á sömu slóðum daginn eftir, en
þó nokkru utar. Sonur bóndans í Neðri-Breiða-
dal, Snorri Sturluson, var þar á heimleið með
hest og sleða, hafði verið að flytja mjólk til
Flateyrar. Slapp hann naumlega, því flóðið
hljóp rétt aftan við sleðann og í sjó fram.
Mátti ekki tæpara standa, að hann slyppi við
að verða fyrir hlaupinu.
(Nr. 251. Snjóflóð í DýrafirÖi. Heimild: Tím-
inn 7. maí.)
Þann 15. marz kom snjóflóð tir fjallinu fyrir
utan bæinn Neðri-Hjarðardal, V.-ísafjs., og var
það um hálfur krn á breidd. Flóðið sópaði
burtu girðingum um nýræktir og tún; féll það
í sjó fram og hreif með sér báta, bátaspil og
fleira lauslegt og rak það á Þingeyri.
Ekki hefur snjóflóð fallið þarna í manna-
minnum, en um það eru munnmæli, að ein-
setukona, Þórkatla að nafni, hafi átt kofa utan
við túnið í Neðri-Hjarðardal og að snjóflóð
hafi tekið hann með öllu, er í var, út á sjó.
(Nr. 252. Snjóflóð i Kinnarfjöllum: Heimildir:
Dagur 29. maí og Tíminn 1. júní.)
Þrír ungir verzlunarmenn frá Húsavík, Jón
Héðinsson, Jón Jóhannsson og Flaukur Loga-
son, hugðust klífa Skálahnjúk í Kinnafjöllum
þ. 24. maí. Attu þeir skammt ófarið, er snjó-
hengja sprakk frarn ofan við þá. Hreif flóðið
þá með sér, en það varð þeim til lífs, að snjó-
skriðan nam staðar í skál í fjallshlíðinni og að
þeir lentu svo ofarlega í dyngjunni, að þeir
gátu rifið sig úr henni og sluppu ómeiddir.
1959
(Nr. 253. Snjóflóð á Jökuldal. Heimildir: Morg-
unblaðið 24., 25. janúar; Dagur 28. janúar og
Tíminn 25. janúar.)
Um þrjúleytið miðvikudaginn 21. janúar var
Jón Þorkelsson, bóndi á Arnórsstöðum á Jökul-
dal, staddur með um 80 kinda fjárhóp við svo-
kallaðan Loðinshöfða um 20 mínútna gang frá
heimili sínu. Hríðarveður mun hafa verið og
talsvert frost. Höfðinn er snarbrattur og var
mikill snjór í honurn ofan á liarðfenni.
Er Jón var utanvert við höfðann, heyrðist
honum skyndilega hvessa, en svo hvarf honum
meðvitund. Hve lengi hann lá i öngviti, vissi
hann ekki gerla, en er hann raknaði við, var
hann klemmdur í samanþjöppuðum snjó, og
mátti sig hvergi hræra. Lá hann með aðra hendi
fyrir andlitinu en hina skorðaða fyrir aftan
bak.
Sniám saman tókst honum að losa um hend-
urnar og fór að reyna að krafsa snjóinn, en
var loppinn og vannst lítið á. Jón var með
gervigóm og hugkvæmdist nú að nota hann til
að krafsa snjóinn og gekk \rá betur og að lok-
um komst hann upp úr flóðinu og hafði þá
verið um sjö klukkustundir í fönninni. Kom
í fjós, að hann lá í jaðri hlaupsins og var um
hálfur metri af snjó ofan á höfuðið á honum,
en mun dýpra á fótunum. Hann hefur því
risið til hálfs í fönninni.
Ekki voru nema fimm metrar þaðan, sem Jón
hafði staðnæmzt, fram á bakka Jökulsár, en
hún var auð þarna og straumhörð.
Jón var í tvennum sokkum og gúmmístígvél-
um, en við að brjótast úr flóðinu missti hann
bæði stígvélin og sokkana af öðrum fæd, en
hann klæddi bera fótinn í annan sokkinn af
hinum fætinum og þurfti því ekki að vera al-
veg berfættur. Þannig til reika, berhentur, Jrví
vettlingunum hafði liann tapað, og á sokka-
leistunum komst Jón heim seint á ellefta tím-
anum um kvöldið. Hann var nokkuð þrekaður
og ringlaður, með frostbólgublettum, en hresst-
ist furðu fljótt. Hundur Jóns hafði líka lent í
flóðinu en krafsað sig upp úr því og kom
heim skömmu á undan Jóni.
í flóðinu fórust um 30 kindur og munu þær
flestar hafa fundizt fljótlega.
1960
(Nr. 254. Snjóflóð í Barkárdal. Heimild: Morg-
unblaðið 10. desember.)
Fimmtudaginn 8. desember voru bræðurnir
Friðfinnur og Reynir Friðfinnssynir frá Bauga-
seli í Barkárdal, sem er afdalur vestur úr Hörg-
árdal, að huga að kindum. Voru þeir staddir
í svonefndu Brattagili, er þar sprakk fram snjó-
hengja allmikil og brunaði flóðið niður fjallið.
Hreif það með sér Friðfinn og báða liunda
þeirra bræðra. Reynir, sem staddur var nokkru
ofar í fjallinu, sá ltvað gerðist og hraðaði sér
JÖKULL 21. ÁR 27