Jökull


Jökull - 01.12.1971, Page 31

Jökull - 01.12.1971, Page 31
Snjórinn braut alla glugga á vesturhlið húss- ins og fyllti það, færði það af grunni um 5—7 metra, skekkti það allt og braut. Þó tókst að bjarga ýmsum tækjum síldarleitarinnar úr hús- inu. Þessu næst skall flóðið á tveimur nýjum íbúð- arhúsum úr steini, nr. 8 og fO við Fossveg nokkru neðar. í nr. 8 bjó Guðlaugur Karlsson ásamt konu sinni, Magdalenu Halldórsdóttur, og tveimur börnum þeirra, en í nr. iO bjó Hólmsteinn Þórarinsson með konu sinni, Olínu Olsen, og fjórum börnum. Voru báðar þessar fjölskyldur heima, þegar snjóflóðið dundi yfir. í nr. 8 var fólkið ekki komið á fætur, þegar flóðið reið á húsinu með háum dynk, braut forstofuhurðina og fyllti forstofuna af snjó. Þá þá braut það eldhúsgluggann á vesturhlið liúss- ins og hálffyllti eldhúsið og stórt anddyri áfast því. Svo vel vildi til, að síminn var í svefnher- berginu og náðist því þegar samband við annað fólk, er kom til aðstoðar. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu af rúðubrotum. í nr. 10 voru hjónin komin á fætur, þegar flóðið kom, en börnin sváfu undir glugga, er vissi gegn flóðinu. Braut það upp hurð skammt frá glugganum og gekk upp á hann miðjan án þess að brjóta hann. Flóðið fór þarna inn um aðalinngang hússins, fyllti ganga og lenti inn í skála inn úr forstofunni, þó ekki meira en svo, að hjónin náðu til símans, sem var í skál- anum. (Nr. 259.) Síðdegis sama dag féll annað snjóflóð skammt þarna frá. Þar voru tveir fjárkofar, sem menn úr bænum höfðu fé sitt í. Fjáreigendur voru að gefa í húsunum. Voru 3 eða 4 í öðru hús- inu og einn hélt vakt úti til þess að fylgjast með snjóflóðum, ef losnuðu og vara við. 1 hinu húsinu var einn maður. Skyndilega heyrði varð- maðurinn hvin og vissi, að snjóflóð var laust og gerði félögum sínum aðvart, en í sömu andránni brast á stormur með miklu kófi og hvin. Vissu þeir ekki fyrr en snjóskriða mikil var komin niður milli húsanna og alla leið í sjó fram. Engan mann sakaði, en flóðið tók kartöflugeymslur bæjarins, er voru þarna skammt ofan við húsin. Daginn eftir, þann 27. des., féll svo snjóð- hengja niður yfir tvær smátelpur á Siglufirði. Var þeim fljótt bjargað ómeiddum, en önnur var grafin undan meters þykkri snjódyngju. Snjófyllan féll af bíóhúsi bæjarins, en telpurn- ar, sem voru 4 og 6 ára, áttu leið þar lijá. Svo vel vildi til, að menn voru þar nærri, er sáu þá þetta varð, fóru þegar til og grófu telpurnar upp. Náðist sú eldri þegar, en sú yngri skömmu síðar og var meters þykkur snjór ofan á henni. Ekki varð stúlkunum meint af þessu. 1964 (Nr. 260. Snjóflóð i Auðbjargarstaðabrekku. Heimild: Morgunblaðið 6.-7. febrúar 1964.) Um kl. 22 á þriðjudagskvöldið 4. febr. lenti nýr vörubíll, eign Kaupfélags N.-Þingeyinga í snjóflóði ofarlega í Auðbjargarstaðabrekku, þar sem vegurinn beygir af Tjörnesinu niður til Kelduhverfis. Féll flóðið aftan á bílinn, svo afturendinn lenti út af vegbrúninni, sem þarna er um 8—10 metra há. Síðan velti snjóflóðið bílnum á vinstri hliðina og bar hann þannig niður hjarnið í brekkunni um 60 metra, unz hann stöðvaðist þar á barði, er stóð upp úr hjarninu, rétt ofan við meginbrattann, en þá eru eftir um 150 metrar, þverbrött brekka nið- ur í brekkurætur. I bílnum voru bílstjórinn, Gunnar Gunnars- son, og tveir farþegar, Sigríður Vilhjálmsdóttir og Niels Lund, 12 ára, en þau sluppu öll úr bíln- um svo til ómeidd. Varð það helzt til bjargar, að ekki komst teljandi snjór inn í bílinn og að snjódyngjan varð mest framan við bílinn niður brekkuna. (Nr. 261. Snjóflóð d Siglufjarðarvegi. Heimild: Veðráttan 1964.) Þann 22. ágúst féll snjóskriða í Siglufjarðar- skarði og varð um þriggja mannhæða djúp á veginum. Uni þetta leyti var hríðarveður til fjalla á þessum slóðum, þótt rigndi í byggð. 1965 (Nr. 262. Snjóflóð í Húsavíkurfjalli. Heimild: Morgunblaðið 22. janúar 1965, Dagur 23. janú- ar 1965.) Þriðjudaginn 20. janúar var ungur maður, Snæbjörn Sveinsson, á skíðum í Húsavíkurfjalli, í svo nefndri Dagmálalág, er snjóflóð reið að honum ofan úr fjallinu, hreif hann með sér alllanga leið niður fjallshlíðina og færði hann JÖKULL 21. ÁR 29

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.